Ælupestarpési
Góð systir. Passaði hóp af systkinum þar af eina systur með ælupest. Lýst ekki á að mér sé óglatt núna enda er ælupest ógeðslegasta veiki sem fyrirfinnst. Gæti samt verið hinir fimmtíuogþrír kaffibollar sem ég innbyrti í dag. Kláraði kynjafræðiverkefni á síðustu stundu einsog mín er von og vísa en þó nokkuð sátt við þær hugmyndafræðilegu himinhæðir sem mér tókst að spila á í sambandi við greiningu á þrem hvítum kúlum í skúlptúr. Þakka hugmyndaflugi og blaðurgáfum um það, horfði svo á brad pitt í ofurformi og hælinn sem klúðraði málunum með litla bróður mínum og frostpinnaslef útá kinnar. Vaknaði fyrr á morgnanna alla þessa helgi en ég hef gert síðustu virku viku, einkennilegt það. Eldaði frábæra hamborgara þótt óánægju hafi gætt með franskarnar sem voru of harðar að barnanna mati. Kröfuharðir einstaklingar. Lambahryggur í kvöldmat af lambinu sem litla systir mín fékk heimsent í dag. Absúrd að hafa heilt sundurhlutað lamb í heimsendingu sem hún í þokkabót tók á móti og gaf pela í heilt sumar. Ojjj. Hræsnarinn ég borðaði samt með bestu lyst enda ekki oft um slíkt að ræða á mínu eigin heimili þar sem hrökkbrauð með smurosti ræður ríkjum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home