Hosted by Putfile.com





Scrutiny...?

Ég er stundum haldin misskilningi á eigin getu. Ég hélt til dæmis að ég væri ágæt í ensku en þessi lestrarmaraþon um listfræðikenningar á hugtakakæfðri og hástemmdri ensku er að breyta þeirri skoðun. Er íslenska svona ógeðslega fátæk af hugtökum eða er enska með overload af orðum yfir hluti og hugmyndir sem eru ekki til? Það er að segja tilbúnin hugtök sem lýsa huglægum hlutum í menningu eða fyrirgefðu, orðræðu fræðimanna um menningu. Shit, hvað ég er orðin þreytt á setningum einsog "this book lies somwhere between an anthology and a monograph, between a heterogenieous series of things whose principle of cohesion is imposed from without, and an ongoing thing whose coherence stems from within" Já einmitt, þetta skýrði málin vel í innganginum... Inn með hvað? útúr hverju? Annars eru setningarnar sem ég skil áhugaverðar, þetta er bara engan vegin léttmeti sem á að lesa með stýrur í augunum á nóttunni. Kannski er ég bara sjálfsvorkunnari, en ég hef aldrei á minni námsæfi þurft að lesa jafnmikið af jafn tyrfnum greinum.

Svo eru kosningar í gangi og ég skil ekki heldur hvernig þær virka. Hef aldrei nennt að setja mig almenninlega inn í mismunandi fulltrúakerfi. Mér finnst þau bara aldrei mjög sanngjörn. Ætti maður ekki að vera pólitískari en ekki bara vilja vita hver vann. Niður með Bush. Lýst ekkert á að það séu svona mörg rauð fylki á kortinu. Hvað er málið með allar þessar raðir? Átti engin von á fólk mætti til að kjósa? Samt jákvætt að fólk skráði sig til að kjósa.

Meika ekki meira af hvorki af art of art history the critical anthology né kosningarvöku rás eitt. Femínísk fræði sem ég þarf að mæta í ólesin snemma í fyrramálið. Það er einsog námið mitt sé smurt með olíu og ég næ ekki neinu haldi á því í augnablikinu. Sömuleiðis vil ég koma á framfæri kvörtunum á of fáum klukkutímum í sólarhringnum. Mun örugglega sofa illa vegna samviskubits yfir öllu heila klabbinu.

1 Comments:

Blogger Regnhlif said...

nákvæmlega

12:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com