Snófarg og kuldaboli
Það hefur ekki farið framhjá neinum snjókoman og nístandi kuldinn úti svo óþarfi að útlista það eitthvað. Kalt kalt er ekki svalt. Hverju datt í hug að svalt væri jákvætt orð. Er svali svalur? Jæja, snjórinn er samt fallegur rétt þegar hann er nýfallinn, sérstaklega svona blaut stór snjókorn sem og búa til allskonar furðumyndir úr heiminum. Svona draumaheimur í logninu þar sem allir koma inn einsog snjókallar. Í myrkrinu í gærkvöldi var ógnandi af fara út í svona hríð og klífa snjófjöll til að komast í strætóstoppistöð þar sem strætó kom auðvitað alltof seint því umferðin var í taugaáfalli. Taugaáfall yfir því að það virkilega snjói á landinu og afhverju ekki sé standard að fá tilkynningu fyrirfram svo maður geti skellt vetrardekkjunum undir.
Er orkulaus og kenni myrkri og kulda um það. Klassískt vetrarþunglyndi á það til að sullast yfir í þreytu og slen. Þarf hressleikaskot. Kannski er vöðvaeymslin og kvefið að breytast í flensu. Nenni ekki að vera veik né löt. Ætti bara að geta hætt því ef lífið gengur út á að maður hafi alltaf val. En það gengur víst út á að vera ekki að væla yfir því sem maður getur ekki breytt, svo ég ætla hætta að vera löt og taka vítamín og sætta mig við það ef ég verð veik. Auðvelt ha.
1 Comments:
Ég elska snjóinn geðveikt mikið
Skrifa ummæli
<< Home