Hosted by Putfile.com





The state I´m in

Viðeigandi lagatitill fyrir viðeigandi sjálfsvorkun. Stundum finnst mér ég klára það bara brillíant að vera sjálfstæð og dugleg og fullorðin og háskólanemandi. Ég meina á heildina séð þá gengur mér vel við að lifa, ég stend undir mínum fjármálum og skuldum. Ég er ekki alvarlega veik eða hef yfir neinu að kvarta. Ég bý sjálf, ég vinn og ég læri. Af hverju fæ ég þá svona taugaáfall yfir því hvað mér gangi illa að vera til. Díses. Einsog ég sagði í dag þar sem ég sat andlaus með magastingi fyrir framan ritgerðina mína - Af hverju virkar ekki að loka augunum og vera ekki til einsog þegar maður var lítill. Djöfull þoli ég ekki að þurfa að feisa það hvað ég er mikill bjáni stundum. Og gulltryggða aðferðin við að segja "í hinu stóra samhengi heimsins" þá er þetta lítilvægt virkar ekki einu sinni á mig í dag. Meira að segja Pollyönnuaðferðin fræga er úr sambandi í dag. Jæja, dramatíkin er að gera útaf viðmig. Þarf að sofa. Þetta er skrítinn og ósanngjarn heimur og mér finnst ég ekki eiga neitt gott skilið í dag.

Litli bróðir minn fékk alvöru fjarstýrða þyrlu sem getur flogið. Hann var svo glaður að það getur ekki annað en glatt mann líka. Sumt er kannski gott.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com