Nemagrey
Það er bæði hægt að segja að ég sé ekki nema lítið grey. Svo get ég líka verið nemagrey sem er að sturlast úr fullkomnunar áráttu í ritgerðarsmíðum. Kannski þessvegna sem ég hef komið mér í gegnum skólagöngu með því að taka aldrei námið sérlgea alvarlega og komast þannig alveg hjá prófkvíða og taugaveiklun nema kannski svona rétt meðan ég frumles. En mikið ofsalega fær maður mikið meira út úr náminu þegar maður hellir sér í eigin verkefni og greinir og pælir þangað til hausinn er að springa. Jákvæðni er kostur á svona stundum. Á mánudaginn er svo öllu slíku lokið og svo bara nokkur próf í ítölskunni.
Flestir eru alveg óskaplega stressaðir fyrir munnlega prófinu. Hjartaði í buxunum þegar hann sagðist myndi dæma okkur á hæfileikum okkur í að tjá okkur reiprennandi. Ef það er eitthvað sem ég á að geta á ítölsku er það einmitt að tala og gera mig skiljanlega án þess að velta mikið fyrir mér málfræði og svona. Heilsárs spjall á börum hlítur að skila sér einhverstaðar.
3 Comments:
Já reyndar gæti það hjálpað heilmikið.... ég tala alltaf best á djamminu. Hvort það er sannleikur eða hugarástand veit ég þó ekki ennþá...
Hey gorgeous! hvað ertu að gera laugardaginn 18.des? Kem á klakann þá og langar svakalega til að sjá þig! Jey! Björk
Hey Björk, frábær tímasetning því ég er einmitt búin í prófum þann dag!! Heldur betur tek ég frá tíma fyrir þig ;) Og velkomið að gista í hlíðakofanum ef vantar gistingu í bænum
Skrifa ummæli
<< Home