Pallasyndrómið
ÉG er til dæmis ein heima þar sem sambýlisfélaginn stakk af til sólarlanda í tæpan mánuð. Heimurinn ákvað að það þyrfti að fullkomna einsemdina og sendi mér hræðilegan vírus í tölvuna sem enginn ræður við og er hún komin í viðgerð. Sem þýðir að ég er samskiptalaus heima hjá mér. Ótrúlegt hvað maður getur við háður svona tæki einsog tölvu og þráðlausu neti. Msn hefur bjargað geðheilsunni í allan vetur en ekki lengur. Í staðinn er ég búín að kaupa flestar jólagjafirnar og þannig hugsað mikið til fólks þótt ég sjái það ekki. Síðasta prófið mitt er á morgun og til að fullkomna klúðrið sem vírusinn færði mér þá tókst mér greinilega að missa af munnlega partinum í prófinu. Mætti í vikunni á skrifstofuna og búið að taka niður listann fyrir prófið. Shit. Email laus og allslaus og ekki úrræða góð og með móral því hvað átti ég að segja annað en að það er tvem dögum fyrir próf, mætti aldrei í þessa tíma því ég taldi mig vera "of klára" fyrir byrjendamálfræði og er síðan hissa að ég viti ekkert um prófið. Heim í kvöldmat og Idolgláp og kökubakstur til að drekkja prófkvíðanum (sem ætti að vera til staðar þar sem ég hef ekki opnað bók, en talaði við sjálfa mig í bílnum á ítölsku) og sendi kennaranum auðmjúkt email og vonaði að hann sæi að ég þyrfti ekkert að fara í munnlegt próf því ég er svo klár í viðtengingarhætti og gæfi mér bara góða einkunn án þess að prófa mig.
Á morgun koma bæði BJÖRK og ELLI til íslands frá kóngsins köben og gautaborg og hef ég uppi háar væntingar að hitta þau og grípa upp eldri tíma.....og í leiðinni kannski einsog einn öl eða svo. ´Næsta vika á að vera gríðarhuggó og heimta ég að fólk mæti í jólaboð í hlíðarkotið. Áhugasömum um samvist mína bendi ég á að treysta ekki á nein netsamskitpi Bertolini verður í höndum EJS fram yfir áramót ef lukkan mín verður söm, en ég er bæði með heimasíma og gsm svo það er ekki erfitt að ná í mig hehehe.
1 Comments:
Gott að þú þjáist af pallasyndróminu með löngu l-i, en ekki af pallasyndróminu með 'dl' dregið af 'pallur'. Hafði í smá stund áhyggjur af því að þú værir farin að ganga af göflunum í pallaleikfimi. Fegin að sú er ekki raunin. Bráðum lagast pallasyndrómið þegar við verðum allar búnar í prófum. Mánudagsdjamm á morgun?????!
Skrifa ummæli
<< Home