Gott er að vera glaður
Milli jóla og nýárs var ég að kvarta fyrirfram yfirþví að janúar væri erfiður og leiðinlegur mánuður. Þá væri svo dimmt og þungt og blankt og rómantíkin búin og allir farnir og skóli og ekkert að gera. Vá hvað ég hafði rangt fyrir mér!! Það hefur bara sjaldan verið eins mikið prógramm í félgaslífinu, allar helgarnar bara bókaðar hjá góðu fólki í ólíkum tilefnum, það eru ennþá jólaljós þökk sé reykjavíkurborg og þeir sem fóru koma flestir aftur....fyrr eða síðar! Þótt blankheitin séu til staðar þá færðu þau mér þá hugljómun að það er hressandi að labba í klukkutíma á milli staða, og rómantíkin blómstrar bara í manni sjálfum burtséð frá öðrum aðilum. Besti Janúar í mörg ár held ég barasta. Ofurjákvæðnin gæti haft eitthvað með föstudagsfríið og morgunjógað og þá staðreynd að í dag er listasýningarrölt en í kvöld er bjor með argentísku þema. Góðir tímar ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home