Hosted by Putfile.com





ónákvæmar tilfinningar

Það er alltaf óvænt ánægja þegar manni finnst að einhver skilji mann. Þá sérstaklega þegar ég fæ oft að heyra að það sé ekki hægt að skilja hvað ég er að tala um þegar ég tala í hringi. Fólk er svo ólíkt uppbyggt að það henntar einfaldlega ekki öllum að hugsa eða velta sér uppúr hlutum sem eru nauðsynlega án svara. Mér finnst bara ekki að maður þurfi niðurstöðu til þess að eiga góðar umræður. Svo þegar ég finn fólk sem er sammála og finnst gaman af slíkum vangaveltum er ég komin í feitt. Ég á ekki orð yfir þeim tilfinningaskala sem er að spilast í sjálfri mér þessa dagana af ástæðu sem mér er nánast hulin. Hvernig getur svona gerst, svona hratt, svona órökrétt og svona undarlega? Ég er farin að trúa á hluti sem ég hef aldrei aldrei trúað á. Er þetta tilviljun?

Þrátt fyrir alla mínar pælingar í orðum og skorti þeirra á raunverulegri meiningu og hæfni til að segja það sem maður er að hugsa, hvernig manni líður og hvernig maður upplifir hlutina, þá er ég í námi sem gengur eimitt út á það. Setja í orð tilfinningar fyrir listaverkum, stefnum og öðrum óhlutbundnum hugmyndum sem er bara ekki auðvelt. Mér finnst þetta bil á milli orða og tilfinninga sérlega spennandi og þessvegna hafði ég mjög gaman af því að rembast við að koma frá mér skoðunum og reyna að miðla því sem mér finnst. Aftur á móti hef ég takmarkaðan áhuga á fræðimennsku og nákvæmnisvinnu og læt fara gríðarlega í taugarnar á mér þegar ég var dregin rosalega niður fyrir það á verkefnum. Ég geri mér grein fyrir að háskólanám gengur út á akademísk vinnubrögð en ekki tilfinningalegt innsæi og hæfni í orðum en það er samt eitthvað óþolandi við umsagnir í þeim anda að maður hafi greinilega mikið innsæi og skilning og flott framsettar skoðanir en tilvísanirnar séu crap og þar með verkefnið allt. Eða þannig, ekki beint þessi orð en hugsunin eflaust.

Ég fékk alveg ógeð enda virðist umsagnir sem þessar loða við mig. Á öllum mínum stigsprófum í þverflautuleik var mér hrósað sérstaklega fyrir að spila með mikilli tilfinningu, hafa góðan skilning á blæbrigðum og hæfileika en að tæknileg atriði og tónstigar skorti nokkuð. Myndlistakennarar sögðu mér að mig skorti nákvæmnisteikningu þótt ég hefði góðan skilning á myndbyggingu og sérlega góð í litanotkun. Ég er góð í að læra tungumál og tileinka mér málfar en ekki eins góð í málfræði. Ég er greinilega bara ekki nákvæm og það fer passlega í taugarnar á mér, en samt finnst mér það aldrei vera aðalatriði svo ég veit á mig sökina. Mig klæjar í fingurnar til að fara út í geira þar sem ég get sjálf ákveðið hvort nákvæmni sé aðalatriði eða ekki og þar sem ég er að vinna með mín eigin point en ekki bara greina skoðanir annarra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com