Sólarkaffi í rigningunni
Það er svo gaman þegar maður nær að afreka mikið á einum degi, vakna snemma sem er ekki venjan, hlaupa og fara í hádeigiskaffi til elsku langömmu sem er búin að vera svo lasin, kíkja á kaffihús, fara á þrjár listasýningar, mæta í bráðskemmtilegt sólarkaffiboð með pönnsum hjá júdith og semja gríðarlega ódýrt kveðna trílógíu ljóðbálk í gestabókina með tilheyrandi hlátrarsköllum, ætla elda fisk í ofni í kvöldmat og mæta svo í idolgláp og hitta kannski siggu í miðnæturkaffistund.
Fúff góður dagur. Læra smæra, ég hef lífið til þess og auk þess í gríðarlegri lægð á trú minni á eigin hæfileika og möguleika til að komast inn í listaskóla á næstunni. Sat svitnandi fram á nótt við að lesa inntökuskilyrði, próf og viðtöl og tungumála skilyrði. Kannski mikla ég þetta fyrir mér en þetta er engin smávegis vinna. Kannski ætti ég bara að taka mér hlé, vinna í eigin verkum og ferðast um og eyða peningum sem ég á ekki, það hljómar svo miklu betra og ábyrgðarlausara í bili.
Jæja fiskurinn bíður eftir að ég galdri fram glæsilega kvöldmáltið úr honum svo ekki tjáir að hangsa. Alla prossima...
2 Comments:
Hvert ertu ad hugsa um ad fara?dd
Æ ef ég vissi það þá væri nú auðveldara að vera til. Ég er ekki einu sinni búin að þrenja mig niður í hvaða land, hvað þá hvaða skóla. Þetta kemur allt saman bráðum.
Skrifa ummæli
<< Home