upp og niður og útumallt
Ég hef lítinn einbeitingarkraft þessa dagana og get bara einbeitt mér að einu lífstílsbreytandi atriði í einu. Of mörg loforð um prógrömm og morgunvakningar virkar ekki hjá mér en þó hef ég verið mjög spræk í labbi og sundi og morgunjóga eða sem gerir mér mjög gott andlega. Tími með sjálfum sér er gefandi stundum. Taka alveg innri íhugun í gegn. Maður getur ekki verið hnútur þótt maður sé flækja, svo nauðsynlegt að finna lausnir á einhverjum snuðrum á þræðinum áður en þær verða verri. Skólaleiði greip mig krampataki og ég get varla hugsað mér að opna bók, enda á ég engar ennþá og að vakna snemma fyrir tíma er fjarri mínum þankagangi. Ég sé glitta í endalokin á þessu en samt of langt í burtu. Eins athyglisskert og ég get verið þá er ég komin strax yfir þennan lokasprett og í næsta verkefni og myndi gefa aleiguna fyrir að þurfa ekki að skrifa einhverja helv. BA ritgerð í sumar.
En gáfumannagenið sem skilaði sér til sín með móðurmjólkinn ásamt sæmilegum skammti af praktískum gildum sér að það er fáránlegra en orð geta lýst að vera á þriðja ári og hætta áður en maður gerir ritgerð. Veit ekkert hvað ég á að gera. Best að fara í sund á eftir og íhuga þetta meðan ég svamla fram og tilbaka....fram og tilbaka.... auðvelt að fara í sund, engar ákvarðanatökur þar.
1 Comments:
partý partý partý í kvöld:)
Skrifa ummæli
<< Home