a´bbú
Já og þar með var því lokið. Prófatörn með meira af djammi en lærdóm er formlega lokið. Nú er bara að sjá niðurstöðurnar....bíst við að það sé skammarlegt að þrátt fyrir að hafa bara eitt próf á dagskrá hafi það ekki gengið sérlega vel. En því er lokið og ég er glöð. Góð tilfinning að sofa einsog klessa frammeftir og þurfa ekki að hafa neinn móral þegar ég loksins vakna.
Nú er bara að sjá hvort ég sé komin með vinnu eða eður ei. Þangað til klara ég þessar nokkrar vaktir sem ég á í grænmetisbissnessnum og hef það náðugt. Er að morkna úr sorg yfir því að sumarið beri ekki með sér nein ferðalög á erlenda grundu.
Jæja næstu vikur fara í að kveðja fólk og þar af leiðandi djamm á hverju strái en kannski ekki um helgina samt. Barnapössun í kvöld enda langt síðan ég hef sinnt ungunum mínum en á dagskránni eru þó allt frá kökuboðum with a twist til megaskiptinemapartý með flæðandi bjór og stelpupartý í grabbanum til heiðurs siggu skokk. Hvað er hægt annað en vera gleðjast þegar sumarið bankar uppá?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home