Hahaha. Já grunaði ekki gvend. Kannski er það ég sem er skrítin en ekki allir hinir. Jæja, sú staðreynd að ég sé að eyða fyrri partinum af frídeginum í að taka svona ótrúlega kjánaleg en hressandi próf á netinu segir mikið um hvað ég er skrítin. Skemmtir mér samt. Komin með prógram fyrir daginn sem inniheldur eftirfarandi; Loksins fara á
Dieter Roth sýninguna á listahátið. Sækja ritgerðir. Fara á bókasafnið og taka fullt af skáldsögum og lesa mér til ánægju en ekki fyrir skólann. Fara á kaffihús. Fara á sýninguna í hafnarhúsinu hver sem hún er. Fara í bodycombat tíma þótt ég hafi verið dauð úr harðsperrum um helgina. Annaðhvort elda eða borða í
gömlu vinnunni. Nóg að gera.
ps. Mjög bitur. Reykjavík er borg óttans. Hjólinu mínu var stolið úr hjólagrindinni fyrir utan Eskihlíðina. Fuss og sveiattan. Nú er ég bara á tveimur jafnfljótum. Buhu.
You Are 45% Normal
(Somewhat Normal)
|
While some of your behavior is quite normal...
Other things you do are downright strange
You've got a little of your freak going on
But you mostly keep your weirdness to yourself |
3 Comments:
dieter roth sýningin var nú bara prýðisgóð, spurning um að fara í hafnarhúsið fljo´tlega:)
hmm..eg fekk lika 45% normal og inspirer. Vid erum...þúst..bara gegt eins skiluru ;)
ég er 50% normal.
djöfs rugl. ég er gedveikt abnormal
Skrifa ummæli
<< Home