Hosted by Putfile.com





Um daginn skrifaði gebbið um að lifa í eigin sögustundum í huganum í staðinn fyrir raunveruleikann. Ég geri svo sem fastlega ráð fyrir að allir lifi stundum í dagdraumum og ímynduðum aðstæðum þegar gamli grái hversdagsleikinn stendur ekki undir væntingum um skemmtilegheit eða fer ekki einsog áætlað var. Búin að velta þessu fyrir mikið fyrir mér undanfarna mánuði meðfram því að reyna að finna út hvað í fjáranum ég er að gera með tilveruna eða hvað ég ætla mér. Eða hvað ég vil yfirhöfuð fá út úr sjálfri mér og öðrum. Þetta fer sérstaklega að verða áberandi þegar ég velti því fyrir mér hvort ég sé ánægð eða óánægð með að eiga ekkert áþreyfanlegt. Hvað er árangur yfirhöfuð? Ég er orðin marga ára gömul, samt finnst mér stundum einsog ég hafi engu áorkað í þeim málum sem ég vildi. Það er sama á hvaða svið er litið þá er það alltaf möguleikarnir í stöðunni en ekki árangurinn sem talar. Ég hef aldrei unnið við það sem ég hef áhuga á eða það sem ég er að læra, ég hef aldrei getað haldið nógu lengi í þann karlmann sem ég taldi vera fyrir mig, burtséð frá því að munstrið virðist sýna svart á hvítu að ef þeir eru ekki ófáanlegir þá eru annaðhvort þeir að fara úr landi eða ég. Aðstæður eru aldrei réttar í minni skilgreiningu. Bottomlinið er að mér er alveg sama um árangur, mér finnst upplifunin meira virði. Þegar ég hitti fólk langar mig að vita af hverju það hugsar á einn hátt eða annan og hvernig það upplifir heiminn en ekki hvað það á marga peninga eða hverju það hefur áorkað. Ég vil meira en allt annað einhverskonar tengsl, upplifa eitthvað öðruvísi og sérstakt. Þessvegna er mjög magnað að þegar "samskipti" eru mitt helsta áhugamál sé ég jafn firrt í því hvað eðlileg samskipti eru og aðrir íslendingar eða kannski allur heimurinn.

Einsog allir er ég að leita að einhverju meira. Hvað þetta "eitthvað meira" er mjög óljóst hugtak en ég er viss um að ég veit hvað það er um leið og ég finn það.

Klisjur um tilvistarkreppu eru ólýsanlega vel við hæfi eftir svona pælingar.

Mig langar líka meira en allt að trúa því að hlutir einsog ofurhrifning við fyrstu sýn geti virkað. Í hálft ár er ég búin að luma á þeim draumi að reyna að gera árángur úr möguleikanum. Hvort slíkur árangur verður kemur í ljós í sumar ef ég er heppin. Hvað sem kemur út úr því er það allavega reynsla til að safna í reynslubankann.

Djöfull verður maður væminn þegar maður er hálflasin og einmanna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com