full orðin eða orðin full
Kannski var ég orðin full um helgina og talaði meira en góðu hófu gegnir einsog kemur fyrir á bestu bæjum en ég var samt full orðin í dag þegar ég spræk og hress, eða allavega sturtuð og blásin þótt ég næði hvorki að borða né greiða mér, tók á móti hinum almennilegasta miðaldra fasteignasala sem mætti með möppuna og skeggræddi íbúðina. Jújú allt í góðu gamni og fyrir þá sem vita hvar ég búa þá er hægt að finna myndir af íbúðinni á valhöll. Nema þið þekkið hana kannski ekki því engin hefur séð hana svona fína. Sé fram á að verða að stefna á að vera aldrei heima ef hún á að halda áfram að vera fín fyrir allt liðið sem gæti komið að skoða hehe. Já og ekki nóg með það heldur mætti mín með maskara á kaffi roma þar sem sötrað var cappocino og pöntunarlistar frá innlendum birgjum voru skeggræddir við samsstarfsfélaga.
Já geri aðrir betur fyrir klukkan ellevu á morgnanna. Æi shit. Kannski er fullt af fólki sem gerir fullt af hlutum fyrir ellevu ég er bara ekki ein af þeim.
Allt að gerast. Nú verð ég að vera löt í viku til að jafna mig.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home