Hosted by Putfile.com





tvennan

Já í fyrsta skipti í áraraðir er einhver vísir af rútínu í gangi. Sem eftir þó nokkrar pælingar ég tel að sé alls ekki slæmt, kannski var það alltaf misskilningur að það hennti mér best að vita ekki hvað snýr upp eða niður á öllu heila klabbinu. Þrátt fyrir sorg í hjarta að hafa ekki enn útlandaferð að hlakka til þá er ég fullviss um að ég enda með að bæta úr því seinni part árs. Ég verð að fara hingað. Þá gæti ég aldeilis slegið tvær flugur í einu höggi. Risastór listasýning og Ítalía. Meira segja er Bologna bara næsti bær. Verst hvað það er margar flugur sem þarf að slá og fá högg í boði, eða þannig. Verð að fara og heimsækja ella minn, langar að heimsækja siggu í olsó og hitta norsku félagana frá ítalíu. Svo væri nú ekki verra að hafa ástæðu til að kíkja á niðurlönd hehe. Já og indland og sjálfboðavinnan, ameríka og roadtrippið, interrail og hvaðeina. Nóg af flugum.

Helgin var gríðarlega kröfuhörð, allt frá óvæntu bjórþambi með síðhærðum breta á auðar vegum sem er skrítinn en indæll og laugardags göngutúr og þunnum þrettánda en samt kringluferð með öllu tilheyrandi og maraþon innkaupum og tilbúningi fyrir afmælisveisluna miklu hjá gebbhildi , absint og bolla, trjáklifri í pilsi og dansiballi á hressó, sunnudegi með kaffihúsum, rétt sæmilegum morgunsprækleika í strætó, foreldragrilli og fjölskyldubíóferð. Enda var mánudagurinn frekar mikill mánudagur. Þakka fyrir að enginn sagði "looks like someone in having a case of the mondays" þá hefði ég slegið þá utanundir.

Það má færa rök fyrir hvoru sem er að helgin hafi verið liður í rútínu undanfarinna mánaða, eða brot á vinnurútínunni, en ljóst er að framundan er góð pása á slíku. Einsog mizzy sambýlingur segir þá er komið að smá framtaki í öðru en skemmtanabransanum. Sumarið skal fullnýtt.

Þrátt fyrir að hafa komið heim klifjuð af bókum af bókasafninu er ég ekki komin langt í lestrinum. Mikið hryllilega er samt gaman á bókasöfnum þegar maður verður ekki að vera þar sökum samviskubits.

Ég var að gera mér grein fyrir þeirri undarlegu staðreynd, að mig langar að vinna við að skipuleggja. Kannski af því ég vil stjórna hlutunum haha. Stjórnsemin hlýtur að nýtast einhverstaðar

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com