tvennan
Helgin var gríðarlega kröfuhörð, allt frá óvæntu bjórþambi með síðhærðum breta á auðar vegum sem er skrítinn en indæll og laugardags göngutúr og þunnum þrettánda en samt kringluferð með öllu tilheyrandi og maraþon innkaupum og tilbúningi fyrir afmælisveisluna miklu hjá gebbhildi , absint og bolla, trjáklifri í pilsi og dansiballi á hressó, sunnudegi með kaffihúsum, rétt sæmilegum morgunsprækleika í strætó, foreldragrilli og fjölskyldubíóferð. Enda var mánudagurinn frekar mikill mánudagur. Þakka fyrir að enginn sagði "looks like someone in having a case of the mondays" þá hefði ég slegið þá utanundir.
Það má færa rök fyrir hvoru sem er að helgin hafi verið liður í rútínu undanfarinna mánaða, eða brot á vinnurútínunni, en ljóst er að framundan er góð pása á slíku. Einsog mizzy sambýlingur segir þá er komið að smá framtaki í öðru en skemmtanabransanum. Sumarið skal fullnýtt.
Þrátt fyrir að hafa komið heim klifjuð af bókum af bókasafninu er ég ekki komin langt í lestrinum. Mikið hryllilega er samt gaman á bókasöfnum þegar maður verður ekki að vera þar sökum samviskubits.
Ég var að gera mér grein fyrir þeirri undarlegu staðreynd, að mig langar að vinna við að skipuleggja. Kannski af því ég vil stjórna hlutunum haha. Stjórnsemin hlýtur að nýtast einhverstaðar
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home