Allt að gerast bara
Í öðrum óspurðum fréttum er að ég fékk langþráð símtal í kvöld. Ungur maður hringdi til baka með jákvæð svör. JEI JEI. Lítur allt út fyrir að nýr kofi sé fundinn. Ekki að súpa kálið fyrr en í ausuna er komið eða hvernig sem þessi asnalegi málsháttur er, en honum leist vel á okkur (hvernig er annað hægt við erum svo sjarmó) og þráir ekkert heitar en að við búum í íbúðinni hans meðan hann skoðar önnur lönd. Nú þarf bara að fara í pappírsflóðið sem skiptingum fylgir og pakka búslóðinni og gera allt klárt. Fúff það er reyndar meira en að segja það, djísús.
Þar sem ég ljóstra engu upp fyrr en fyrrnefnt kál er komið í ausuna þá ætla ég ekki að vera með yfirlýsingar, en þetta er hugguleg risíbúð og yndælisklukkuturnar hallgríms munu spila morgunvísuna.
Það er allt að gerast, ég vissi að eitthvað færi að ganga upp einhverstaðar, finn á mér að þetta verður gott ár.
1 Comments:
Ó nei! Hallgrísmkirkjuklukkur... myndi fjárfesta í eyrnatöppum, því þegar "ísland ögrum skorið" og "fagra gleði guða logi.." byrja fyrir hádegi á þunnudögum þá er manni ekki skemmt!
En geðveikt kongrats samt:)!
Skrifa ummæli
<< Home