bobblandi
Hlakka fáránlega til að grúska og skrifa. Fór beint á bóksöluna eftir fundinn og keypti mér bækur um orð og mynd, on dialouge og about heart and mind. Veit ekkert hvað ég ætla skrifa um en í bili dugir mér að hafa tilfinningu fyrir í hvað átt. Það er einsog það hafi opnast svona gátt í hausnum á mér, kveiknaði á ljósaperu. Auðvitað skrifa ég eitthvað það sem ég er alltaf að tala um; það er að segja vandamálið um hugsun og orð, bilið milli þess að skynja og segja, stóru spurningu í listtúlkun yfirhöfuð um hvernig sé hægt að skrifa um það sem fæst við eitthvað ósegjanlegt og hvernig margir listamenn vinna markvisst með það. Veit samt að þetta á eftir að gera mig gráhærða (sem ég verð hvort eð er snemma samkvæmt pabba og ættinni) Las þrjár blaðsíður og rifjaðist upp fyrir mér hugmyndir um verk sem ég ætlaði alltaf að gera. Bobblandi sisslandi.
Ég veit ekki hversu söluhvetjandi ég er með nefið ofaní riti hugvísindastofnunnar og er strax farin að hafa áhyggjur að ég ætti frekar að vinna í næturvinnu eða einhverstaðar þar sem ég má lesa.
1 Comments:
bíddu hvernig er þá námsplanið? you never talk to me...
sambýlingurinn
Skrifa ummæli
<< Home