Hosted by Putfile.com





hausthamskipti 2005

Ok búin að fylla nokkra kassa og það sér ekki högg á vatni. Hvað á ég eiginlega? Fann samt mozart requiem diskinn, afmæliskort síðan ég var tólf, ársbyrgðir af pennum og notuðum batteríum ásamt ótrúlega magni af skrítnum hlutum sem ég skil ekki hvernig hafa flust með mér fram og til baka. Þangað til ég ætlaði að henda gömlum ramma með spreyuðu laufi sem sigrún gerði þegar við vorum þrettán og krukku með skrúfum og steinum, stökum sokk með flúgandi svínum, styttu sem er eldri en ég, brotnum kertastjaka og alls konar snúrum sem ég hef ekki hugmynd af hverju eru, en einhvernvegin rataði þetta bara ofan í annan kassa. Gæti átt við vandamál að stríða í að henda gömlu dóti. Þetta er víst mjög heilsusamleg andleg æfing að fleygja svo ég ætla gera aðra tilraun í að sleppa við að flytja með allt sem ég þarf ekki að eiga. Gleraugnaboxið sem er fullt af allskonar litum steinum með munstri ætla ég samt að eiga. Ég þarf að sanna fyrir eddu ásgerði að það sé víst notagildi í steinum. Sömuleiðis grjótahrúgunum úr stofunni sem eru frábærir kertastjakar. Hvað er betra en drynjanda kóradrama við tiltekt. Kannski var ég óheilbrigður únglingur en þetta hefur blívað í gegnum fjölda ára. Ég er komin í hamskipti. Skeilfilegt bara hvað hljóðgæðin í tölvunni hafa lítið að bjóða og kem litlu í verk með hlunkaheyrnatólin á mér.

Af hverju er kassinn utan af nýju fínu siemens 1800W ryksugunni minni svona kómískur þegar hann er fullur af penslum og ónotaðri málningu? Sem minnir á það. Þarf að frelsa atla frænda úr viðjum bankans og skrá mig á námskeið í málun. Fer að bryðja græntte töflur á kvöldin til að viðhalda þessu maníukasti sem gengur á.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com