hlátur og gleymska
Til að fullkomna þetta fór ég og keypti fullan poka af skærlitum plastmöppum. Nú ætla ég að taka sjálfa mig og lífið í nösina og raða öllu í rétta röð. Þótt ég geti ekki haft stjórn á heiminum eða öðrum hlýt ég að geta haft stjórn á því.
Athyglisverð skilgreining á frelsi í myndinni sem ég horfði á með öðru auganu í gær. Frelsi er bara annað orð yfir að hafa engu fleira að tapa. Vill maður hafa engu að tapa? Ef maður ætlar alltaf að hafa engu að tapa, endar maður þá ekki einmitt með ekkert. Ég hef kannski ekkert, en ég hef samt pappírana og ritgerðaflóðið flokkað í möppur í uppáhaldslitunum mínum. Það er jákvætt við daginn. Og ég keypti bókina um hlátur og gleymsku eftir Kundera á hundraðkall. Ég gat ekki annað en hlegið yfir titlinum. Hún gargaði á mig úr hillunni. Lykilorð vikunnar að gleyma leiðindum og hlæja.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home