Hosted by Putfile.com





Hvernig þeim tókst að drösla mér uppá grindverk, yfir húsþak og hoppa niður af því auk þess að klöngrast upp brunastiga í pilsi nælonsokkum og fínni kápu gjörsamlega hauslaus eftir bjórþamb, kampavín og vodkaskot án þess að hljóta alvarlegri áverka en fjölda marbletta og rispur á fætur og læri auk þess að tína einsog einum skó á leiðinni er ótrúlegt. Reyndar fær hann prik fyrir að fara aðra ferð og finna skóinn. Bæti þessu við í reynslubankann. Greinilega er ég ekki í nógu góðu formi því auk þess að uppskera gríðarlega þynnku þá er ég alveg frá af harðsperrum. Nú hlýtur heilsa 2005 átakið að fara að hefjast.

Frábærlega ánægð með afmælið, þrátt fyrir svik að veðrið sveik mig svo garðpartýið varð bara innipartý. Litla systir bolaði sér stærri og eldri mönnum úr gítarspilinu og spilaði undir fjöldasöng meðan þeir glömruðu úti í bílskúr fyrir reykingarpésana. Afmælisvodkahlaupið klikkaði ekki og fastir liðir einsog fabíóleikfimi var á sínum stað. Fékk ótrúlega fínar afmælisgjafir líka, stelpurnar eru farnar að leita allra ráða til að koma mér út og fjárfestu í fávitafælu úr nornabúðinni sem er gerð fyrir fólk sem verður ástfangið af tilfinningalegum fávitum. Kemur örugglega að góðum notum í framtíðinni, nema kannski vandinn liggi ekki þar heldur að ég sé sjálf tilfinningalegur fáviti sem er alltaf möguleiki. Jæja nógur tími til að vinna í því, varabatteríin er búin og ég verð að fara að sofa. Shit hvað þetta var erfiður dagur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com