Hosted by Putfile.com





skrefleysur?

Mánudagur. Oft búin að halda því fram að það séu hálfir dagar. Í dag er hann hálffullur af hálsbólgu eftir rigninguna og einhverjum óljósum óþægindum sem samt hafa enga góða ástæðu.

Fyrst það er svona lítið að gera í vinnunni hef ég of mikinn tíma til að velta hlutum fyrir mér. Auðvitað gæti ég þurrkað af eða eitthvað en sökum sjálfsvorkunnar í kjölfar hálseymsla finnst mér mikilvægara að dusta af rykinu af mínum hugsunum. Það skal viðurkennt að hugsanaflóðið fær almennt ekki mikinn séns á að safna ryki. Eiginlega hlakka ég til að hafa allt of mikið að gera í haust.

Voðalega högum við okkur stundum einkennilega. Af hverju fær fólk panik á alla kanta yfir samskiptum. Hvaðan kemur þessi fáránlega hræðsla við eitthvað en ekkert? Þarf þetta að vera svona erfitt? Enginn vill það sama, en samt eitthvað og helst meira en það sem það hefur. Samt á allt að vera hægt, allt er laust og allir möguleikar í stöðunni. Hvernig í ósköpunum er hægt að þverfóta sig innan um þessar kröfur og panikin sem á endanum þjóna engum tilgangi öðrum en flækja málin. Hvar á að vera pláss til að kynnast fólki ef við verðum helteknin af varnarkerfi eða skilgreiningum. Rauð flögg uppi um að fara ekki yfir mörkin. Hver veit hvar mörkin liggja?

Kann einhver að slökkva á þjófavörninni sem er innbyggð í fólk? Ég er að verða heyrnalaus af pípinu. Svo ef ekki pípir í mér þá er gulltryggt að ærast af öðrum. Kannski er lausnin að treysta á að engu verði stolið.

Einu sinni virtist vera nóg að fá fiðrildi í magann. Þá veit maður. Í dag er búið að bæta við hundrað öðrum atriðum sem þurfa að virka áður en eitthvað virkar. Einsog svona völundarhús þar sem maður eltir vísbendingar, heldur kannski að maður sé komin eitthvað áleiðis en þá er maður í blindgötu. Auðvitað heldur maður áfram í leiknum, en vonbrigðin að hafa miskilið alla leiðarvísa eru samt þarna. Frasi úr einni af uppáhaldsbókinni minni var eitthvað á þá leið að lífið væri svona einsog æfing fyrir leikrit sem aldrei var skrifað. Manni er hennt á svið án handrits né söguþráðs og þarf bara að spinna úr aðstæðum. Er það skrítið að maður lendi í vandræðum með að vita hvað er rétta skrefið.

Kýs að taka þá bara skrefleysur. Fyrst línuleg þróun er ómöguleg þá er bara hægt að snúa sér á tánni og horfa upp en ekki áfram. Þetta fer allt einhvernveginn á endanum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com