húsdraugurinn á ekkert nafn ennþá
Það er húsdraugur á Eiríksgötunni. Ég er ekki búin að finna hvað hann heitir en hann er greinilega ekki vondur. Stríðinn þó með endemum og oft heyrir maður hurðina opnast og enginn kemur inn. Hann hefur ást á suðrænni sveiflu því í gær byrjuðu græjurnar á ganginum alltíeinu að blasta santana meðan við sátum inní herbergi að horfa á sjónvarpið. Í annað skipti var ískápurinn galopinn þótt enginn hafi verið inni í eldhúsi. Honum líst greinilega illa á heilsumatinn sem þar var og hafði ekkert fengið sér. Sögur herma að dýr hafi mikla skoðun á draugum svo fyrst kötturinn er sáttur hef ég ákveðið að hann sé góður og bara velkominn sem fimmti leigjandinn. Jah, eða kannski er hann upprunalegi íbúinn hver veit. More the marrier eða hvað.....
ps. Lýsi yfir óánægju minni með studygroup hf. í dag. Var boðuð á fund í odda og ætlaði að slást í hópinn en enginn af þeim lét sjá sig. Fékk þó ásu kaffifélaga í samsæti. Vara við TúSSóL hóstasaft. Lyfjafræðingurinn lofaði mér að hún væri ekki vond en hún er ógeð.
1 Comments:
Er ekki málið að láta drauginn borga leigu?
Ég er læri læri tækifæri á hlöðunni í dag (sem endranær).
Skrifa ummæli
<< Home