Hosted by Putfile.com





Klukkuð hef eg verið. Já og klikkuð líka sennilega en hér eru fimm tilgangslaus atriði um mig. Nr.1 Ég týni hlutum. Ég á fylgihluti heima hjá ótrúlegast fólki í heiminum þar sem ég varla kom inn úr dyrunum en týndi samt veskjum, vettling, klút, hárdóti eða einhverju. Hef grenjað í ófá skiptin sem ég týndi húfu (þær skipta sennilega tugum, sérstaklega hannaðar, prjónaðar, þæfðar af mömmu, skelfilegt) Mjög vinsælt að týna símum líka. Seinast í gærkvöldi týndi ég símanum mínum á sirkus. Fæ næstum aldrei neitt til baka. Í dag er þetta næstum virkt og óvenju hjartagott fólk á sirkus í gær því hann reyndist vera þar ennþá í dag. Skrítið.

Nr.2 Ég hef leynda stjörnudrauma sem munu aldrei rætast því ég er haldin framkvæmdafötlun.

Nr.3 Fór á nokkur hestanámskeið á árum áður og var ekkert svo léleg. Ætlaði að búa í sveit og hafa kýr og allt. Þetta var fyrir gelgjuna, en þó eftir að ég hætti við að vera ballettdansmær sem væri bakari í frístundum. Mömmu fanst það fyndið en ég sá ekkert ósamræmi í starfsgreinunum.

Nr.4 Það er búið að heilaþvo mig í að þurfa alltaf að gera eitthvað gáfulegt eða praktískt og þar með eyðileggja fyrir mér almennt hangs með innbyggðu samviskubiti. Liður í þessu er að ég er með áráttu í að búa til plön sem ég fer ekki eftir.

Nr.5 Ég kann varla að prjóna né sauma þótt mamma sé textílhönnuður og er vonlaus í fjármálum, auk þess sem eina skiptið sem ég hef fallið í einhverju var á jólaprófum í rekstrarhagfræði og bókfærslu þótt pabbi sé hagfræðingur. En er vel upp alin samt.

ps. er að deyja úr lærdómsleiða og marxískum pælingum. Af hverju vill gerður ekki gera handa mér kaffi og færa mér í rúmið með nammi? Af hverju er svona mikið rok sem stendur beint uppá gluggann minn sem er ekki hægt að loka svo ég er undir teppi með frosna putta alveg einsog á ítalíu. Af hverju líður tíminn svona hratt þegar maður hefur lítið af honum en hægt þegar maður vill að hann líði? Af hverju var uppselt þegar ég ætlaði að skella mér bara á flug til danmerkur í morgun? Af hverju á ég ekki varasjóð sem hannaður er til að standa straum af útlandaferðum á miðri önn í miðjum lokaritgerðarskrifum?

1 Comments:

Blogger Ásta & allir said...

Já þetta var sérlega gott kaffi með magahreinsandi korg í og candy með. Bíddu bara góða glæsilegur sataykjúlli í kvöldmat hehe.

5:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com