ljónavog
Mætti alveg halda að ég hafi búið til playlistann sjálf því hér hefur hljómað heilu diskarnir allt frá blonde redhead, zero 7, rice, yeahyeahyeahs uppí annað sem ég þekki og man ekki hvað heita. Go 22.
Það þarf meira til að fá mig ofan af því að tilviljanir í heiminum séu meira en heilinn í okkur að rembast við að sjá samhengi en eina litla mynd um leyndardóminn um miðla. Við ása skelltum okkur á sýningu í háskólanum á vegum stúdentafélags trúleysingja og efasemdarmanna. Þrátt fyrir að þátturinn hafi verið með endemum amerískur var margt skemmtilegt í honum. Ég varð samt fyrir vonbrigðum um þau sannindi sem hann átti að sýna í blekkingum sjónhverfingarmanna, miðla, stjórnuspeki og trúarofstækismanna því á endanum gekk það bara út á að það væri ekki mjög líklegt. Fólk vill láta blekkja sig og þess vegna rembist það við að finna samhengi í hverju sem er sagt við það. Ég er svo sem hálfgerð hvorki né í trú minni á eitthvað, eðal valtrúarmanneskja sem pikka út það sem henntar mér úr öllu og hef bæði gaman af stjörnuspeki og því fáránlega litla sem ég veit um smáskammtafræði eða hvað það heitir á íslensku. Mér er alveg sama hvernig því er snúið það er meira til heimsins en við sjáum. Það henntar mér líka að útskýra mig byggt á því að ég sé kleifhugi vegna þess að ég er rísandi ljón en samt með tungl í vog.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home