Ölvið ykkur
Við eigum sífellt að vera ölvuð. Allt er undir því komið: það eitt skiptir máli. Ef þið viljið ekki finna ógnarhramm tímans leggjast á herðar ykkar og sliga ykkur í duftið, þá verðið þið að ölva ykkur viðstöðulaust.
En með hverju? Víni, skáldskap eða dyggðum, eftir geðþótta ykkar. En ölvið ykkur.
Og ef svo ber við á hallartröppunum, á grænu grasi einhvers skurðar, í grárri einveru hússins, að þið vaknið og ölvunin hefur dvínað eða er horfin, þá spyrjið vindinn, ölduna, stjörnuna, fuglinn, klukkuna, allt sem flýr, allt sem emjar, allt sem veltur, allt sem syngur, allt sem talar, spyrjið hvað tímanum líði; og vindurinn, aldan, stjarnan, fuglinn, klukkan munu svara ykkur: "Það er ölvunarstund!" Losið ykkur undan þræsldómsoki tímans með því að vera sífellt ölvuð. Af víni skáldskap eða dyggðum allt eftir geðþótta.
Baudelaire, úr litlum prósaljóðum
Það mætti kannski halda að ég sé gengin af göflunum eða djammæðið að taka yfir eftir lesturinn, en þessu ljóði dreifði einn prófessorinn í dag í menningarfræðikúrs. Hressandi hugleiðing frá öndverðri nítjándu öld fyrir helgina. Minni í leiðinni á þemapartýið/innflutningspartýið mikla á laugardaginn. Millistríðsáraþemað í algleymingi og glamúrinn uppúr öllu valdi. ....ölvunarstund....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home