Valmöguleikinn að fara í skólann og fara á netið eða fara á kaffihús og fara á netið.
Spennufall yfir ógnarplani haustsins gerir vart við sig, það þýðir að ég geri ekkert sem var á útprentuðu prógrammi en er samt sérlega upptekin við allt annað.
Sigrún kemur ekkert heim. Hún verður noregsbúi áfram og kannski að eilífu. Get ekki verið þekkt fyrir annað en að heimsækja hana. Þó ekki væri nema til að samþykkja þennan mann sem er búin að frátaka hana frá mér sérlegu viðhaldi í áraraðir. Finnst mér bera sterklega skylda til þess.
Tek undir orð regnhlífarinnar, BArnið ætti að vera getið og jafnvel farið að þroskast en það virðist vera þroskaheft að minnsta kosti er hugmyndaflóðið í kreppu og við tekur gríðarleg löngun til að kasta öllu frá mér og gera eitthvað allt annað. Pabbi bergmálar í hausnum á mér, maður á að klára það sem maður byrjar á.
Engin svör frá skorarformönnum og matsmönnum um námið. Veit ekki enn í hvaða fót ég á að stíga. Haustið er komið í gírinn langt á undan mínu tempói.
Kötturinn er mættur á heimilið. Stór og loðin og hvít og algjör prímadonna. Virðist líka ágætlega við mig, búin að gera sig heimakomna i herberginu mínu og lætur strjúka sér. Vildi að ég væri köttur sem öllum langaði að klappa. Gæti bara flatmagað og malað. Í þessu roki og ofhlaði á verkefnum er kúrstemming í algleymingi.
1 Comments:
Hafðu engar áhyggjur þó BArnið sé ekki getið enn þá. Þú ert þó allavega komin í BArneignarhugleiðingar. Svo sé ég ekkert sem mælir gegn því að fæða óþroskað BArn!
Mig langar líka að vera tjisa tjisa mjáaaaááá.
Skrifa ummæli
<< Home