Hosted by Putfile.com





afskriftir og fallnir yfirdrættir

Það er ógeðslega kalt í heiminum. Það frost og rok og hvín og nötrar í almennum tómleika. Flækjur ofsækja mig einsog draugar. Ég sagði kannski einhverntímann að það væri betra að vera flækja en einhver helvítis þráður en er jafnvel farin að efast um þá staðhæfingu.

Einn þessara daga í heiminum ætla ég að vera rétt manneskja á réttum tíma á réttum stað hjá réttum aðila. Einn þessara daga gerast hlutirnir í réttri röð, undir réttum formerkjum og á réttan hátt. Einn þessara daga verð ég ekki fyrir vonbrigðum með sjálfa mig og aðra og kenni heiminum um það. Einn þessara daga ætla ég líka að vera hamingjusöm með það hver ég er, hvar ég er og hvert ég er að fara og með hverjum. Miðað við prósentulegar líkur á vinning og fræðilegar forsendur þá ættu möguleikarnir að vera mér í vil eftir ofskammt af tapi. Heildartap ársins er allmikið. Síðari ársfjórðungs skýrslur sína hrun. Enn er lokaársfjórðungur til að lyfta meðaltalinu upp. Ef ég lærði eitthvað í rekstrarhagfræði í gamla daga þá ætti ég að finna góðar leiðir til að afskrifa gamlar syndir, fjárfesta viturlega í nýju fólki, læra að debit og kredit verður að vera jafnt því annars hallast á annan aðilann, vinna rétt úr skuldabréfsmisstökum og öðlast ekki lánadrottna sem maður ræður ekki við. Maður verður líka að sjá þegar maður er orðinn gjaldþrota og taka því einsog öðru. Og að yfirdrættir eiga það til að falla alltaf á mann á endanum.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahaha... yndisleg samlíking hjá þér mín kæra. En þetta þekkjum við OF VEL, held að það sé tími til kominn að venda kvæði sínu í kross og fara að streitast á móti kredit-hlið lífsins.... héðan í frá mun debet-hliðin vega þyngra á vogskálum lífs míns - wanna join?!?!

9:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com