allt eða ekkert?
Það eru svo mörg og merkilega þessi augnablik sem maður getur hugsað til og veit að þau höfðu áhrif á hvar maður endaði, eða hver maður verður eða hvernig lífið þróast á þeirri stundu. Fæst þessara augnablika innihalda ákvarðanir í líkingu við að hverfa en væri maður öðruvísi ef maður hefði ekki ákveðna reynslu? Hvað ef maður hefði tekið aðra ákvörðun á einhverjum tíma, hefði allt manns líf breyst? Og sömuleiðis ef maður gerir ekki neitt, þá er það alveg jafn mikið val. Fyrst það er á manns eigin ábyrgð hvar maður endar, þá er stundum svekkjandi að maður skuli ekki vita betur hversvegna eitt en ekki annað var valið? Er það kostur eða galli að það sé tilviljunum háð.
Hvað er meira glamúrus en diskókeila á laugardagskvöldi? Já hemmi minn, það er black light og allt. Vinnan planaði ferð og þar sem ég er enginn félagsskítur þá mættum við galvaskar og sötruðum öl og felldum keilur. Ekki mikið stundað athæfi í mínum bókum svo ég óttaðist skítatap. Andi nýfundinna hugmynda endurspeglaðist í stigunum mínum þar sem það var allt eða ekkert í boði. Get sagt mér til hróss vera sú eina sem fékk þrjár fellur. Fékk oftast til skiptis fullkomnar fellur eða beint útaf. Í síðari leiknum kárnaði gamanið samt þar sem ég undirstrikaði núverandi stöðu mína í hugmyndafræðinni með því að hitta meira bara ekkert en eitthvað. Þó hrósaði ég happi að vera ekki nærri því í síðasta sæti.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home