er eitthvað skrítið við pasta í bíó?
Næst við hliðina á mér sat ungur maður af asísku bergi brotinn og skrifað glósur í óðaönn í kynningunni fyrir myndina. Hann sogaði í sig hvert orð og var sérdeilis gáfulegur. Ása sá glimps af honum í miðri mynd þar sem hann missti sig í að glápa á mig sem var að borða basilpastað hennar ásu með gafli uppúr plastboxi í myrkrinu og var alltaf að missa einn og einn kuðung út fyrir þar sem ég sá ekkert. Mjög smekklegt. Fínn bíókvöldverður samt.
Það skal tekið fram að bæði boxið og gaffallinn kom með heim aftur. Stelpurnar eru búnar að gera eilíft grín að mér fyrir að geyma dollur og krukkur, en það kemur sko að góðum notum og maður á ekki að henda afgöngum. Spar spar. Einsog áður hefur verið komið fram þá nýtast slík sparnaðarráð einungis við valin tilefni.
Danskur húmor er snilld, ég allavega gat bæði grenjað úr hlátri og sorg á epplunum nýnasistans adams sem varð að vinna í þágu þjóðfélagsins hjá presti. ólíkt flestum finnst mér danska bæði falleg og fyndin og vil endilega tala meira af henni. Það hlýtur að koma að því að ég flyt þangað aftur.
Vinnan kemur upp á milli mín og hluta. Boðið á opnun á ljósmyndasýningu sem ég kemst ekki á, fullt af myndum í bíó í dag, bókahlaðinn heima. En ég verð að minnsta kosti að vinna fyrir þeim nauðsynjahlutum sem ég er búin að skrifa á mig, símainneign, krullujárn með þremur hausum (ef einhver man þá er ég nú með frekar sjálfliðað hár) minnislykil sem ég týndi eftir þrjá daga og the house of flying daggers. Það er hættulegt að fara í það að skrifa á sig, maður vissi ekki hvað mann gæti vantað úr raftækjabúð. Hárvörurnar eru sérkapítuli. Hver hefði trúað því að ég ætti hárblásara sem er risastærð, sléttujárn og þriggjahausakrullujárnsdæmi. Jesús ég þarf að fara í eitthvað back to the basic námskeið. Ég þarf þetta ekki til að vera hamingjusöm.
4 Comments:
hei ásta, komst að þvi að eg er víst rísandi ljón. Ekki að undra að við höfum getað deilt óvissum lífsins saman
Danir tala eins og þeir séu að kúgast og jú jú ég get séð fegurðina í því.
hey helgi bannað að fyllast smámæltum svíametnaði! danska er bara misskilin með endemum og fátt fegurra en gott skroll hehe
Já sigga mín það hlaut að vera að þú hefðir ljónagen ;) einsog flís við rass þegar ég er með tungl í vog.
Dansk er et dejligt sprog. Ja, for helvede.
Jeg snakker kun dansk.
Skrifa ummæli
<< Home