heimaprófsmóflóf
heimaprófinu frá september var frestað um þrjár vikur. ég vældi í marga daga yfir því prófi en var svo létt þegar því var frestað að ég opnaði ekki bók. Jæja ég er samt heppin að vanda, þrjár spurningar, tvær af þeim vísa í greinar sem ég hef lesið. Sem er magnað því það eru einmitt bæði skiptin sem ég las heima.
Kæra fólk. Tillögur um 200 orða umfjöllun um kenningar Nietsche um hið appolloníska og hið díónýsíska væru vel þegnar. Eða menningarhugtak Herders (hver er það?) og tengslum þess við annað lesefni námskeiðisins. Eða jafnvel kenningum Baudelaire, Laxness og Simmel um tengsl tísku, fagurfræði og menningar í 600 orðum þá myndi ég dansa uppá borðum hér á tómri hlöðu. Ohhh ég sakna ritgerðarinnar minnar. Mér finnst þetta vera að stela tíma mínum og ég er viss um að hún er mjög afbrýðisöm. Vona það allavega.
Tóm bókhlaða er fyndin. Öll þessi vitneskja og engin að innbyrða hana. Allir heima að borða kvöldmat. Með msn, tónlist í eyrunum og ásu við hliðina á mér er það samt bærilegt. Ef ég væri heima gæti ég sogast inn í að horfa á helvítis íslenska batchelorinn með gerði. Mér finnst alveg nóg að sjá hann utan á strætó.
1 Comments:
ég kann þér miklar þakkir elsku stjórnmálafræðingur og sambýliskona. Nú verð ég að taka borðadans á hlöðunni. Tímasetningar verða auglýstar síðar.
Skrifa ummæli
<< Home