Hosted by Putfile.com





...you the only sense the world has ever made...

Ástkona okkar allra til fjölda ára hún sigrún á afmæli í dag og verður formlega einu ári minna en fjórðungur úr öld. Ég ætla gefa henni það í afmælisgjöf að reyna allt sem ég get til að skilja eftir skóla og fjárhagsáhyggjur og fara bara víst til osló. Hvenær í veröldinni mun hún næst vera búsett þar ásamt manni sem ég hef aldrei séð. Hvenær næst mun passa okkur báðum að vera þar saman og hitta góðvini okkar jóhönnu og gunnar sem við deildum sorgum og gleði og öllu til heyrandi í bologna til forna? Hvenær næst verð ég ekki pikkföst í vinnu eða einhverju sem krefst enn meiri viðveru en lokaritgerðarskrif ehem.

Ég ætla bara að endurheimta gamla kærastann minn atla og láta hann borga. Hann hefur alltaf verið sæmilega hlíðinn hingað til og látið aðstoðamenn sína með glöðu geði skipta niður öllum kostnaði á óséðaframtíð sem alltaf er seinna tíma vandamál. Haustið er eini tíminn því síðan heldur hún áfram flakki eða kemur heim.

Stöðugt þreytt því heilinn vinnur mun meira en aðrir partar af mér. Meira segja í vinnunni stoppaði ég milli grænmetismatargjafa og uppvasks til að krota niður hugsanir á nótublöð um hin ýmsu mál í ritgerðina. Lítil stelpa gleymdu fallegum dökkgulum tréblýant sem var gleðigjafi. Möppurnar í hausnum á mér eru lélegar svo mér finnst bókstaflega að ef ég hripa það ekki niður um leið sem mér dettur í hug að þær tjóðrist hvergi og séu týndar og tröllum gefnar. Skipulagsbókin mín er einkennileg þar sem milli teiknaðra korta af óformaðri ritgerðarhugmynd og handskrifuðum vitnunum úr bókum sem ég er að lesa eru nótublöð og servíettur heftuð inn. Jaðrar við vandamál því svo virðist sem aðeins eitt komist að í einu svo aðrir kúrsar og verkefni eru strikuð út með tippexi. Switching off er líka einsog heftað við hljóðhimnurnar á mér og ég heyrði það á replay inní hausnum á mér í dag. Röltandi heim í myrkri og rigningu með súpu í poka fékk ég loksins að heyra það og það þurrkaði burt alla þreytu og límdi bros á úfið andlit.

Halló noregur. ...I choose my final scene today switching off with you...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hey ljúflingur, ég er meira en geim í að slást í för... gefa henni ást okkar allra sameinuð í eitt - og auðvitað yrði ekki leiðilegt að skella sér út svona um háveturinn. Atli er sniðugur kostur, er að spá í að nýta mér góðmennsku hans og hverfa á vit framandi slóða í norsaraveldi... *söngl* hvenær ó hvenær eigum við að fara, ó ásta, nefndu daginn þann... lalalalalal *söngl endar*

4:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com