Hosted by Putfile.com





bókhlöðuhatur

Þjóðarbókhlaðan hatar mig. Ég hélt alltaf að bókhlaða stæði fyrir hjálpsemi við stúdenta, þar gætu þeir átt athvarf sitt og fengju lánaða vitneskju sem yrði svo þeirra. Tölvur, bókasafnsfræðingar, tímarit og hvaðeina liggur þar frammi til að hjálpa öllum litlu námslingunum að standa sig vel. Þetta er hinn mesti misskilningur einsog ég komst að í dag. Fyrst lenti ég í þeirri andlegu raun að fá sent hótunarbréf frá þeim. -Undir haus Þjóðabókhlöðunnar var mér hótað lögfræðingum og intrum ofsókna ef ekki ég gengi frá mínum málum hið snarasta. Það braust út sviti og ég sá hvernig nám síðastliða þriggja ára væri unnið fyrir gýg á einu bretti þar sem námslánin færu í lögmannskostnað og rigerðin yrði aldrei gerð þar sem ég sæti á litla hrauni eftir gjaldþrotið.

Ég vil gjarnan klára svo ég brunaði niður á hlöðu vopnuð fögru brosi og blikkandi augum og með bévítans bókahlaðann með mér. (Skal þó viðurkennast að ég hafði í fyrsta maníukasti annarinnar í byrjun september tekið um ca. tíu bækur sem hafa legið heima í gegnum letiköst og seinni maníur) Ok, eftir smá umræður og yndisfríðum sjarma endaði með að afgreiðslumaðurinn bauðst til að gefa mér 50% afslátt á hinni gígantísku skuld sem safnaðist hafði. ( Vissuði að það er ekki lengur heildarhámarksskuld sem gildir heldur er hámarksskuld PER BÓK) Reglunum var sennilega breytt mér til höfuðs.

Ég og atli komumst lifandi frá þessum hremmingum, en ekki tók við betra. Sökum hungurs neyddist ég til að fá mér að borða í matsölunni. Eftir smá viðræður sættist atli á gefa mér súpu sem annars smakkaðist ágætlega. En síðan hefur ekki til hans atla mins spurst. Ég er búin að hringja og saka starfsmenn um hið augljósa að þeir skiluðu mér aldrei kortinu (ef maður labbar burt með disk í hvorri hendi, ekki með tösku né vasa er það augljóst) en starfsfólkið vill ekkert við þetta kannast. Nema afgreiðslustrákurinn hafi hirt atlakredit til eigin eigu. Gott a hann því ég er búin að loka því svo það gagnast honum ekki nema til að horfa á eldgamla mynd af mér.

Hvernig get ég komist aftur innundir hjá bókhlöðunni? Það er ekki vænlegt að eiga í stríði við hana svona rétt á meðan stendur á lokaritgerðarskrifum. Hjálp.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Glæpamaður!

7:19 e.h.  
Blogger Ásta & allir said...

Ef herra/frú d á við að starfsmaðurinn sé glæpamaður að hirða kortið mitt er ég einstaklega sammála, því augljóslega er ég ekki glæpamaðurinn þótt ég sé sein til...löghlýðin borgari sem borgar skuldir sínar við lánadrottna á endanum sko.

9:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com