eþnískur heiðarleiki borgar sig
Að vísu fær það ekki mikinn tíma því nú ætla ég að sinna ellanum í kvöld og jafnvel djamma í hælum auk þess sem við erum með matarboð á morgun sem upphófst á því að mér datt í hug að bjóða nágrannanum í mat á þarþarsíðasta djammi, bara svona til að kynnast betur og veit að þegar maður er útlendingur er alltaf gaman að vera boðið í mat. Jæja nú er svo komið að matarboðið þandist út og breyttist í matarpartý með eþnísku þema þar sem eldað verður eitthvað af uppáhaldinu mínu kúskús,kormasteikt grænmeti, nanbrauð og avakadó salat auk leyndó forréttar sem ásan sér um. Ekki bara það heldur kemst elli ekki, svo nú er það yfir tíu skrækjandi og skemmtilegar stelpur -og jorge. Hann verður annaðhvort alsæll eða skelfingu lostinn. Vonandi skemmtir hann sér samt hvernig sem það fer. Já elskurnar ykkur er öllum boðið ef ég á eftir að hringja í ykkur, en svo var ég að gera mér grein fyrir að við eigum ekki svona marga stóla. Það er bara lika í eþnísku þema að sitja bara á gólfinu eða uppá einhverju.
Síðast en ekki síst þá borgar sig að vera heiðarlegur. Fór og heimsótti í gær hina heimilislegu slash eldgömlu sundhöll sem er handan við hornið hjá mér. Nú er heilsa 2005 komin í gírinn svo það er sjálfsagt að eiga sundkort einsog leikfimiskort. Konan sagði mér að borga bara eftir sundferðina því posinn var ekki í sambandi. Eftir sundsprettinn og hárblásið (enga heilahimnubólgu) kom ég og brosti mínu blíðasta og bað um að fá að borga. Hún var svo upprifin yfir heiðarleikanum að hún gaf mér ferðina ókeypis. Hananú, þarna græddi ég fullt. Segiði svo að ég spari ekki.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home