eta..það sem þeir geta. Vinna..já eitthvað minna
Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
-Heimsreisan mun verða. Sennilega með asíuáherslum. Var að fatta að á næsta ári kemur að því að ég dett út úr aldursflokknum 18-25 ára afslættinum. Hugga mig þó við það að sem upprennandi eilífðarnemandi þá hef ég alveg þó nokkur ár á námsmannaafsláttum og síðan fullt af árum auðvitað afsláttarlaust.
-Verða ástfangin yfir haus og svífa á rósrauðu skýi og láta það endast. Ef ekki einu sinni að eilífu þá oftar.
-Halda sýningu á verkunum mínum og eða gefa út eitthvað sem ég skrifa í einhverju formi
-Verða nógu þroskuð til að eignast barn einhverntímann vonandi, eða eignast barn og þroskast.
-læra fleiri tungumál (ofarlega á lista -franska,arabíska,hindi,rússneska)
Sjö hlutir sem ég get gert:
-talað ekkert mjög góða ítölsku auk venjulegra tungumála
-spilað vel á þverflautu og illa á víólu
-talað rosalega mikið/ þagað rosalega mikið eftir skapi og aðstæðum.
-bæði selt þvottavél og sett í þvottavél
-lifað mig inní bíómyndir og bækur og grátið yfir því
-drukkið allmikið án þess nokkurntímann að sofna eða deyja
-hlegið hrossahlátri
Sjö hlutir sem ég get ekki gert:
-borðað gellur og lifur
-sleppt mér algjörlega
-hætt að hugsa um hluti þegar ég þarf þess
-verið reið lengi í einu
-hætt að trúa á að allir séu yfirleitt góðir og annað sé alltaf af ástæðu
-kýlt sannfærandi í combat, óþolandi aumingjaleg
-klárað eitt verkefni án þess að vera komin í að skipuleggja næsta
Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
svo sem asnalegt að njörva það niður þar sem yfirleitt fellur maður fyrir ólíkum hlutum.
-húmor
-brennandi áhugi á einhverju
-hreinskilni
-einhverskonar kraftur sennilega í formi ákveðni
-augu sem kunna bæði að glotta og segja mikilvæga hluti
-óvæntir eiginleikar
-ólýsanlega mikið aðdráttarafl sem hefur engar röklegar skýringar
Sjö staðir sem mig langar á:
náttla endalaust en akkúrat í augnablikinu dettur mér í hug;
-indland
-ítalía aftur
-marokkó
-íran
-indónesía
-austurevrópa almennilega
-Tyrkland
Sjö orð eða setningar sem ég segi oft:
-jedúdda
-það er sko ekki luxury/sexaparty/pleasurable
-everything is happening
-nei það er ekkert að frétta, er bara að læra
-hvað eigum við að borða í kvöld/morgun/eftir
-en kannski er það ekki þannig, einsog ég hélt að það væri, áður en ég fattaði að það væri öðruvísi. Hvað finnst þér? Sérstaklega ef maður tekur tillit til að ekkert er einsog það virðist í fyrstu.
-Merkilegt samt hvernig..........virkar. (hægt að bæta flestu sem viðkemur heiminum þarna inná milli, flest getur komið á óvart einhvervegin)
Sjö hlutir sem ég sé núna:
-Fullt af ókunnri nýrri tónlist i annarra manna itunes. Loforð um nýja tónlistartíma í vændum.
-Appelsínusítrónugulrótarsafa í glasi,
-cappocinodrykk í plastflösku,
-heimaprófið mitt í glugga sem ég forðast að opna,
-krullaðan lukkubambus í fishermans friend flösku,
-grænu kápuna, grænu loðpeysuna og græna trefilinn í hrúgu. Allt ólíkir grænir samt.
-flækjur af garni og snúrum á gólfinu.
-örugglega tvö kíló af grænum vínberjum sem eiga eftir að klárast bráðum
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home