Hosted by Putfile.com





fjölskyldupartý

Fjölskyldan mín föðurmegin er öll úr grindavík og keflavík. Þau eru bæði mörg, brjálæðislega hávær, hyper og flest rauðhærð eða gráhærð (eftir aldursskeiði) Við skulum athuga að í minni ætt telst ég vera bæði róleg og lágvær ef ekki hreinlega hlédræg. Allir keppast við að tala hærra en næsti maður, hlægja hærra og grípa frammí og kaldhæðin stríðni í fyrirrúmi. Í gær var mér boðið í fertugsafmæli bróður hans pabba og var ég næstum á því að nenna ekki fyrst. Þegar ég var mætt á staðinn mundi ég að það er vægast sagt stemming í kring um þau. Bjór, bolla og gítarpartý í öllum formum, söngur og ræður og fíflaskapur var sérlega skemmtilegur. Pabbi hellti í mig bjór og flestir kepptust við að skála við mann eða klappa á hausinn og muna eftir hvað maður var lítill áður en maður varð ung kona í kjól og hælastígvélum. Þegar foreldrarnir ætluðu að leggja af stað í reykjavíkina var mér meinuð útganga, lára frænka hélt nú ekki og rétti mér nýjan bjór og gólaði "auðvitað verðurðu hér og djammar í kebló, þú hefur gott af því" kannski í voninni um að ég finni mér nú almennilegan keflvískan dreng og kaupi mér hús þar og eignist fullt af börnum. Það taldist allavega ótækt að vera bara í 101 og hafa aldrei séð heiminn á hafnargötunni. Ólikt mörgum fjölskyldum hef ég þó löngu fengið stimpil sem skrítna frænkan sem er alltaf að þvælast í útlöndum, læra eitthvað sem engin man hvað er og því fólk hætt að gera ráð fyrir að ég festi ráð mitt strax þótt ég sé komin á þennan aldur. Eftir brjálað partý var mér og litlu frænkum mínum skipað að kíkja í bæinn en þau héldu áfram til sex í ammlinu. Einhverra hluta vegna þá small ég betur með þeim en eldri frænkunum sem eru bæði giftar og með lítil börn. Keflavík er borg óttans og á stuttum tíma var bæði sjúkrabíll því ung stúlka féll í gólfið, rokkbúllunni lokað því einhver var stunginn og brjálað sessjón á traffic þar sem einhverjir brutust út í slagsmál. Crazy i tell you.

Fjölskyldumeðlimum hafði verið dreift um bæjinn á alla sófa og aukaherbergi og var það sérlega almenn þynnka með treo og kaffibolla hjá ömmu. Mun skrautlegra og skemmtilegra en kaffibarsdjamm enda er hann orðinn sveittur og þreyttur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com