Hosted by Putfile.com





guggíborg

Fyrir fólk með netta gæjuþörf í annarra manna líf eru gluggar alveg sérlega skemmtilegir. Þegar maður situr uppá borði við eldhúsgluggann og horfir út þá blasir við heil röð af gluggum á móti. Á milli húsanna er bara garður svo manni finnst einsog maður sé einn í heiminum þótt myrkur og kveikt ljós breyti hverri íbúð í leiksvið. Þarna hef ég óvart orðið vitni að ýmsu. Berrassaður krakki hoppaði og dansaði útí glugga. Maður ber að ofan pússar gluggakarma. Kertaljós í röðum og fólk með kaffibolla, nýmálaðir veggir og falleg málverk, kona fékk kannski góðar fréttir og dansaði um gólfin í joggínbuxum. Ég bíð ekki í hvað fólk hefur séð í okkar íbúð, enda er það líka útstæðir þakgluggar og ennþá meira áberandi fyrir vikið.

Ég átti sérlega skemmtilegt samtal um daginn um minningar. Kannski eru minningar það eina sem maður á og það skemmtilega við þær er ekki síst hvað þær eru hálfur sannleikur. Hver er raunveruleikinn í því sem maður man um eigin reynslu? Stundum finnst mér einsog aðrir hafi ekki upplifað hlutina einsog ég man þá, en það er allt í lagi því minningarnar á maður einn.

Matarboðið heppnaðist vonum framar og allt small, bæði kúskús og korma og eplapæið með kanil,súkkulaði og marsipan með ís og heitri súkkulaðisósu. Sérstaklega með tilliti til þessa ég gat ekki staðið upp fyrr en um sexleitið í gær, sökum elldjamms með vodka og fishermans og dansipartý miklu á ellefu, subbuborgurum og öllu tilheyrandi, þá er magnað að við þrjár náðum að massa þetta allt fyrir átta. Bjór eða berjakokteilar, ostasnittur og nanbrauð, eplakaka með heilsumúslí, kólumbíubúi og skrítinn breti, lítill strákur í stórri bumbu sem á ekki að fæðast fyrr en sjöunda des, skrækir og skellihlátur, trjáfræði með sérgrein í tree surgery, já það er ekki sama hvenær tré eru skorin upp sjáðu til, þynnka og drykkjuleikir, ég hef aldrei á alla kanta með hinum ýmsu uppgvötunum þótt við vitum eiginlega allt um alla, trúbadorar á celtic og detta inná mitt röskvudjamm, eldri systur sem kasta upp og eru gripnar af yngri systurinni (ekki ég sko samt) aðrir fóru á ofurbúlluna ólíver og hristu sýna fögru skanka, húsfreyjan sjálf lét undan þrálátum geispa og skreið heim óvenjusnemma miðað við aldur og fyrri störf. Hálffjögur og hefur rúmið sjaldan verið eins langþráð. Sunnudagar sem eru ekki þunnudagar eru alveg sérlega fallegir. Takk allir fyrir hresst kvöld.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com