Hosted by Putfile.com





kanilkaffið

Valkvíðinn er allstaðar. En valkvíðinn getur leitt af sér athyglisverða hluti samt. Einsog í kvöld þegar ég gat ekki einu sinni ákveðið hvort ég ætti að fá mér kaffi eða kanil/negulte og endaði með því að hella uppá kaffi með teinu. Þetta bragðast einstaklega vel saman.

Af einhverjum ástæðum gekk mér vel í heimaprófinu, að minnsta kosti sýndi úrlausnin að ég hefði náð að koma til skila 81% skilningi sem verður að teljast nokkuð gott miðað við panikið sem ég fór í útaf því. Adam var ekki lengi í paradís því á sömu stundu var afhennt síðara heimaprófið sem ég fæ að liggja yfir næstu vikuna.

Ég held að skápaeldamennska síðustu daga hafi náð glæstu hámarki/lágmarki í kvöld. Sökum rigningar og ofurþreytu nennti ég ekki útá grös þar sem ég hef annars unnið til þess eins að borða. Peningaleysi veldur þvi að maður fer að nota allt sem leynist í skápunum, þó mjög þarft athæfi á stundum. Þótt ég segi sjálf frá þá hefur mér oft tekist að elda luxurious máltíðir úr því sem leynist, en í kvöld var öldin önnur. Pakkanúðlur með túnfiskdollu, babycorn dollu og basilsósu fær ekki mörg stig í kladdann. Þrátt fyrir mjög örvæntingarfullar tilraunir með sesamolíu og chilli. Þarf að fara í aðra verslunarferði í grafarvoginn. Litli bróðir minn greip mig um daginn með plastpoka og nefið inní skáp að næla í jógúrt og núðlur og spurði mig í forundran hvað ég væri að gera. En svaraði sér síðan sjálfur. Jaaaaaá ertu að versla, klagaði svo í mömmu og sagði að hún ætti bara að fara heim til mín og gramsa í skápunum. Ekki það mamma leyfir mér að borða það sem ég vil úr skápunum og gaf mér meira segja gamlar makríldollur og haframjöl í poka. Hvað þarf maður meira?

VinnuJólahlaðborð á hótel sögu. Mér tilkynnt að makar séu velkomnir og ég hafi sem stendur um það bil tvær vikur til stefnu að finna hann. Eitthvað segir mér að það sé ekki að fara að gerast, ekki síst í ljósi þess að það leynast engir karlmenn innan um bækurnar né er hægt að panta þá á netinu en annarstaðar má ég ekki vera sökum lærdóms. (eða hvað, gerður var nú eitthvað að segja mér frá mailorder-escorts um daginn)

Tilbreyting í pokahorninu, stökk í heita pottinn í morgun mér til óvæntrar ánægju og fastsetti þar með dagsetningu á útferð eftir útskrift. Að vísu er engin heimferð ákveðin svo kannski kemst ég bara ekkert heim. Hressleiki í hjarta við ákvörðunina að sækja um vissa akademíu eða fleiri. Það yrði nú gríðarlegt stökk í þroska ef mér tekst að festa mig í nám í fjögur ár samfleitt (ef svo ólíklega vildi til að ég kæmist inn), hingað til hefur ekkert verið ákveðið lengur en eitt ár. Og ef einhver viðrar hugmyndir um ópraktískleika þess að vera um 29 ára með tvö BA próf og enga vinnu þá dangla ég í hann og minni á að síðan get ég farið Master, jafnvel tvisvar líka bara. Einn listamaster og einn fræðilegan master. Síðan get ég ferið fertug og gríðarlega vitur og blönk.

Bablið er búið. Bókin er farin að öskra á mig um athygli, djöfull er hún frek.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com