mánudagsglápið
Kötturinn er í hvumpnu skapi og vill lítið við okkur tala þótt við reynum að heilla hana. Gerður syngur hátíðnisöng því það vekur alltaf áhuga kattarins á hljóðmengun og hún kemur og treður rassinum í andlitið á henni, mín kenning er að það sé til að þagga niður í henni. Ég státa af sokkum sem voru blautir ofaní skóm frá klukkan ellefu í morgun og kötturinn eeeeelskar táfýlu. Erfið barátta.
Súkkulaðihúðaðar hnetur er hægt að éta í kílóavís. Ótrúlegt en satt hefur gerður líka tamið mig í að horfa stundum á the oc. Fyrir ekki mjög löngu fussaði ég og sveiaði og taldi mig andlega hafna yfir slíkan viðbjóð. Sennilega rifjaðist upp fyrir mér að ég er mjög andlega ómerkileg og þarmeð ekkert of góð fyrir sápuóperur. En þó skal ég segja að ég fylltist ekki spenning eða tárvotri samkennd með persónum sem eru með hvert öðru á víxl og dramað keyrt í botn jafnvel flakkað á milli kynja. Í staðinn kom biturleiki og hneykslun á því hvað þetta er ólýsanlega fjarri raunveruleikanum, vitandi að það er væntalega takmarkið.
Sérstaklega athyglisvert í ljósi heimaprófs sem fjallaði meðal annars um sambandið milli frístunda og hversdagslífs. Ekki fáir sem hafa velt því fyrir sér hvaða firring það sé í hversdagslífinu okkar sem býr til svona mikla þörf fyrir flótta í formi afþreyinga. Franskir situasjónistar vildu ekki síst meina að það sé kapítalísku þjóðfélagi að kenna að samskipti séu orðin yfirborðsleg og fölsk í flótta, niðurbælingu og blekkingarleik hversdagsins.
Þegar við erum í fríi vill maður gleyma raunveruleikanum og gráum hversdagsleikanum og sökkva í aðra heima. Má ekki vera að þessu þvaðri. Bæði CSI og Sex and the city er að byrja.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home