Hosted by Putfile.com





strútselmentið

Í fyrsta lagi þá var ég að komast að þeirri staðreynd að í rannsókn á 200.000 strútum í yfir 80 ár hefur ekki einn stungið hausnum í sand. Þannig að strútasyndrómið er bara í mönnum en ekki strútum. Menn kjósa að kenna öðrum um þegar þeir flýja vandamálin með því að látast ekki sjá þau. (í boði vísindavef HÍ)

Rann upp fyrir mér staðreynd í gærkvöldi. Sossum ekki merkileg en samt fanst mér hún lýsa upp eitthvað. Nú er ég stundum að tala um hreinskilni, og finnst að maður eigi að segja það sem manni finnst. Einsog það er erfitt stundum þá ætti maður samt að taka af sér grímuna og segja sannleikann. Allir hljóta að koma rétt útúr því. Það sem rann upp fyrir mér er að ég held kannski alltaf að ég sé að segja sannleikann, nema stundum veit ég ekki sjálf hvað mér finnst fyrr en síðar og þar að auki er kannski ekki til nein sannleikur um upplifanir né samskipti. En ef það sem maður segir er ekki endilega satt þegar frá líður, og ef maður segir eitthvað sem maður gerir sér síðar grein fyrir að var ekki einsog maður hélt þá er nú fokið í flest skjól. Hvernig er hægt að stigskipta mikilvægi þess sem maður segir og koma fólki í skilning um hvað er efst í mikilvægisröðinni því það sé útpælt meðan annað bara datt út úr manni.

Af hverju er ég að velta þessu fyrir mér? Hvar breytist það sem maður segir í að skilgreina mann sem persónu, og hvar er munurinn á því sem maður segir, því maður gerir og síðan ennfremar því sem manni finnst innst inni? Þegar maður rekst á ósamræmi þarna hlýtur fólk að spyrja sig hvar sé eitthvað klúður. Nema náttúrulega að það hafi áttað sig á að ofhugsun bætir sjaldan lífið, en ég virðist ekki læra neitt af því þótt ég viti það.

Það þýðir ekki að tapa sér í skilgreiningum á sjálfum sér né öðrum, en örugglega betra að hugsa um það einhverntímann til að fyrirbyggja að verða eitthvað sem maður vill ekki verða. Kannski er sú leið að útskýra hluti áður en þú skilur þá allavega dæmd til að mistakast. Kannski er þessháttar "hreinskilni" ekkert annað en flækjur á útsölu. Fólk með dramaelement þarf bara að læra að veita því annað og fá útrás fyrir það með öðrum hætti en öllum samskiptum sínum við annað fólk. Ef allt bregst getur mar stungið hausnum í sand einsog strútar gera víst ekki og slakað á.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já ástan mín, eins og það var svo snilldarlega orðað af "tilfinningalega hefta fávitanum":..."það er nú einusinni þannig að það er auðveldara að flýja vandamálin en að takast á við þau"... þá ættu allir að eiga eins og eitt stykki sandkassa til að stinga hausnum ofaní og, jah, bara vera þar um óákveðinn tíma. En ef allir myndu gera það myndu þeir vakna upp einn daginn, orðnir miðaldra og ekki búnir að áorka neinu - og afhverju? Afþví öllu er slegið á frest þangað til seinna. Held að málið sé að hætta að ofuranalýsera hlutina, og einfaldlega takast á við vandamálin þegar þau verða til - ekki áður. Það sem mín reynsla hefur kennt mér er að þegar vandamál koma upp, þá veit maður hvað skal gera - og gerir það!!! Þannig að dónt vörrí mæ littol sjuggarplömm, lífið er ein hringavitleysa, held að málið sé bara að berast með straumnum og sjá hvert hann leiðir mann. Og hætta þessum "veltingi" upp úr málum sem maður getur ekki breytt, veit ekki hvernig á að breyta eða einfaldlega hvort ætti að breyta. Hyllum einfaldleikann og allt sem hann hefur upp á að bjóða. Lífið verður svo miklu auðveldara :D:D

7:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

skil ekki helminginn, og ég var löngu búinn að blogga um strútana eða 2003.

9:36 f.h.  
Blogger Ásta & allir said...

fyrst ég var búin að gleyma því með strútana fannst mér tilvalið að minnast á það aftur þótt þú hafir verið á undan ása mín.
annars ætla ég ekkert að velta neitt fyrir borð þótt ég ruggi aðeins í ruglinu, allt er í góðu lagi.

11:31 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com