takk
Heimaprófið er bara næstum fullgert. Merkilegt hvað er hægt að afkasta á einni helgi án nokkurskonar djamms....
Sigurrós stóð fyrir sínu í gær. Ekki hægt að segja annað en gæsahúðin var svo sannarlega til staðar. Ný batterí sérstaklega. Ég furðaði mig þó á því hversu lítil ég er. Að minnsta kosti upplifði ég mig einsog dverg því allir fyrir framan mig voru stórir. Það brást ekki að eftir að ég smokraði mér framfyrir einn strák sem var um einnognítíu var annar þar fyrir framan svo ég sá bara herðablöð. Þar til ég slakaði bara á því að sjá lítið og einbeitti mér að njóta glimpsanna á milli hársins og axlarinnar á næsta manni. Besta ljósamyndin var þegar ljósakúlur byrjuðu að þeytast um risaskjáinnfyrir aftan þá og smám saman útum allt loftið í höllinni hraðar og hraða og fleiri og fleiri. Einsog fiðrildi í ofurham. Geðveikt.
Einhver misskilningur virtist vera hjá krökkum undir sextán sem voru á djamminu í laugardagshöll. Vægast sagt ekki stemming til að vera drukkinn fremst og hrynja fram og tilbaka og æla.
Ekki síst sannaðist fyrrnefnd kenning að reykjavík á það til að vera of lítil og einkennilegasta fólk sem þú þarft ekkert að hitta en endar á að standa fyrir aftan á fimmþúsundmanna tónleikum. Ekkert náði samt að skyggja á stemminguna.
ps. shit, tölvugreyið var að tilkynna mér að hún væri haldin trojuhesti og norton lýsir yfir vanmætti í þeirri baráttu. Hvað gera bændur þá? Það væri nú hressandi ef allt tæki upp á að hrynja í miðjum lokaritgerðarskrifum og ekkert backup til af neinum skjölum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home