Hosted by Putfile.com





tímaskekkjur

Alveg er þetta magnað. Ég rak stelpurnar út af vegamótum með harðri hendi svo ég kæmist í tíma sem byrjaði tuttugumínúturíþrjú. Fékk panik þegar einhver hafði lagt fyrir aftan erlu og hljóp á eftir eddu og lét hana skutla mér. Hljóp upp stigana og hentist inní stofuna. Búin að hlakka til að heyra umfjöllun um Simone de Beauvoir aftur. Við mér blasir pervisinn maður og fimm ókunnir nemendur sem stara á mig undrunar augum, ég úfin með hár útum allt og æst. Ég fór yfir í huganum að það væri örugglega þriðjudagur, efaðist mjög samt. Á ég ekki örugglega að vera í tímum á þriðjudögum? Sökum of mikils skróps var ég ekki viss. Komst að því í tölvuherberginu að ég er búin að vaða í villu og svíma hálfa önnina. Ég á að mæta fjögur á þriðjudögum en hálf þrjú á fimmtudögum. Þá hef ég aftur á móti mætt klukkan fjögur. Er það skrítið að ég sé úti að aka í þessum tímum. En ég bætti um betur og keypti leshefti fyrir annan kúrs í dag. Ekki seinna vænna fyrst það er komin nóvember....

Maður skal varast aðgleyma því að ísland er lítið. Það eru eyru allstaðar og auðvelt að lenda í að tala um einhvern sem einhver þekkir og sagan fari á flug.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com