Hosted by Putfile.com





enginn tími

Gníst. Það er nítjándi desember. Virðast vera jól eftir augnablik. Tíminn að renna frá mér í skrifum. Annar fundur með leiðbeinanda sem leit uppúr efnisgrindinni minni og horfði á mig mjög alvarleg. Sagði síðan; þetta er yfirdrifið verkefni í doktorsrannsókn. Ég er ekkert að grínast. Þú VERÐUR að hætta að leyfa hugmyndum að fljóta útum víðan völl.

Hún reyndi þó að peppa mig upp að þetta væri svo sem ágætt og ég gæti séð mína sæng út breidda og reynt að klára þetta verkefni bara það sem eftir er af fræðimannsferli mínum. Benti mér góðfúslega á frægan kall sem byrjaði á litlu verkefni en vann því næstu sextíu árin. En plís, reyndu að líta á þetta BArn sem "sýnishorn" á vinnubrögðum en ekki breakthrough í íslenskum listfræðirannsóknum.

Svo sagði hún mér bara að skrifa. Hætta þessum vandræðagangi og einbeita mér að því að semja samfelldan texta. Já bara kærulaus, ekki halda aftur af þér með of mikilli sjálfsgagnrýni, síðan sagði hún mér sögur af góðvini sínum sem alltaf fékk tíu í háskólanum og þakkaði það rauðvínsdúnki og því að skrifa meðan hann var léttur. Það væri stundum sniðugt. Já það er léttleikinn sem blívar. Best að fara í ríkið og eiga nóg af rauðvíni þá bobblar þetta út úr mér einsog ekkert sé!!

3 Comments:

Blogger Regnhlif said...

Það er vit í leiðbeinandanum þínum

2:18 e.h.  
Blogger hallurth said...

var ég ekki búinn að segja þér það? undir örlitlum áhrifum verða meistaraverkin til. Ölvið ykkur! heldurðu í alvöru að van gogh hafi verið edrú af absinti og terpentínu úr sama glasi?

1:08 f.h.  
Blogger Ásta & allir said...

satt, að ég skuli yfirhöfuð hafa verið edrú hingað til í þessu er bara rugl. Nú skal feta í fótspor meistaranna og að sjálfsögðu nýta sér aðferðir þeirra!!
Þó án terpentínunnar...

1:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com