Hosted by Putfile.com





Grúsker

Shit. Klúðraði online quizinu hennar hlífar allsvakalega. Djö, en samt var allavega í fjögur skipti sem ég ætlaði sko að klikka á rétt en breytti síðan um. Telst ásetningur með í stigafjölda?

Því miður er það einsog með lífið, sumt telst varla með nema það gefi formleg stig eða skilgreiningarheiti í formi titla, starfsheita eða gráður. Misskilningur sérhæfingarþjóðfélagsins. Are jú sombodí?

Grúsk. Orð vikunnar. Grúska í möppum og skjölum og sýningarskrám og blaðaúrklippum sem er algjörlega sundurlaust, fyrir utan að vera flokkað eftir listamönnum í möppur. Úr þessu samansafni af slitróttum upplýsingum mun síðan vaxa skilningur minn á listrænni ljósmyndun á tíunda áratugnum. (Sem ég er enn í vandræðum með að samþykkja í huganum að sé sko nítíuogeitthvað. Þetta með að núna sé fyrsti áratugur annarar aldar er stundum bara svo öfugt) Mér til happs er líka að íslenskir listamenn eru sérdeilis netvæddir og flestir með heimasíður sem hjálpar.

Fólk getur verið óheppið með allskonar hluti í lífinu en það að vera með hræðilega rödd finnst mér eitt það versta í heimi. Svona rödd sem sker allt og hlátur sem nístir bein og minnir bara á hýenur. Sat í netheimildarleit á kaffihúsi og hliðiná mér skrækti þessi líka skelfilegi hæperhýenuýluofsagerfihlátur í krampaköstum á nokkra mínútna millibili því allt virtist vera nógu fyndið sem viðmælendur hennar sögðu. Úff.

Jólainnkaup. Afneita strauun, jólaskreytingum og hreingerningum. Langar samt að kaupa jólagjafir svo ég rölti laugarveginn í stað þingholtanna heim. Eina sem ég hafði uppúr því er lush kanilbombufreyðibað handa sjálfri mér. Það sér hver maður nauðsyn þess að fara í slíkt jólakanilbað. En sólin skein bakvið perluna og lýsti upp fjöllin fyrir aftan þarna, hvaðsemþauheita. Bláfjöll og allt í kring. Sterkgulblá birta í gegnum grá ský og dáldið kalt en samt ekkert svo. Datt bara í hug frumkvöðlarnir í landslagsmálun og slagorð einsog blámi íslands og hátt til lofts og vítt til veggja. Rómantíkin maður.

Hvernig bætir maður sundurlausa hugsun? Hvernig setur maður samhengi í sjálfan sig, verkefni, skipulag og lífið? Ég finn heilann á mér rymja af áreynslu við að koma öllum brotakenndum hugmyndum saman, allt sem ég veit en get ekki sett saman í vitrænt samhengi. Ég get ekki einu sinni skipulagt fólderana í mæ dokjúments á tölvunni hvað þá svona óhlutbundnar hugmyndir í hausnum. Shjæse.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju að skipuleggja huxanirnar... njóttu þess bara að vera eitthvað annað en svefngengill.

8:57 e.h.  
Blogger Regnhlif said...

Ásetningur telst kannski ekki með í stigafjölda en hann telst samt með hjá mér:) Mér fannst þú standa þig vel:)

8:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com