its on 2006
Reyndar fékk ég ofsalega fínar jólagjafir þessi jól. Systir mín var eiginlega fúl þegar hun var að lesa á pakkana og fannst ég eiga alltof margar gjafir miðað við hvað ég væri ógeðslega gömul. Án nokkur vafa er fyndnasta gjöfin samt útivistargallinn frá mömmu og pabba. útivist? Þeir sem þekkja mig vita að ég er kannski oft mikið klædd en útivist kemur því ekkert við. En núna á ég ekki bara lopapeysuna fínu heldur regnheldann rauðan golfgalla, ofurþunnan fínan ullarbol og göngusokka. Pabbi vill meina að ég ætli með í sex daga fjallgöngu í sumar. Hver veit, kannski hætti ég allri óhollustu, reyki aldrei og drekk aldrei, sef á nóttunni og gerist bara A manneskja sem vaknar á morgnanna, klárar verkefnin sín og er með báðar fæturnar á jörðinni í einu.
Guði sé lof fyrir að þetta ár er að verða búið. Það eru bara fáir dagar eftir og síðan er ný byrjun. Lok og upphaf í einu bæði á dagatalinu, skólalega og í mér. Frelsi og taugaáfall þess að hafa allt valið í heiminum. Its on 2006.
BArnið getur beðið áfram. Kasólétt en grindargliðnun og allur fjandinn. Þarf að klára árið áður en ég get klárað ritgerðina. Glápa á uppáhaldsmyndina hennar auðar garden state. Einsog hún sagði þá er einsog þetta fólk skilji mann stundum þótt heimurinn geri það ekki. Frábær mynd.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home