Ég er ekki viss um að manni finnist alltaf það sem manni dettur í hug þegar maður er fullur. Ég held samt að stundum detti sannleikur sem manni annars kannski hefði kannski ekki dottið uppúrmanni, geri það eftir bjór. Hvort þessi littli sannleikur er síðan gæfu eða ógæfumál er önnur ræða. Enda hef ég fyrir löngu búin að sjá að satt eða ósatt hefur ekkert með það að gera hvort hlutir gangi upp eða ekki...
Hvað vill maður? Ég veit alveg hvað ég vill. En maður fær aldrei það sem maður vill. Eða vill maður aldrei það sem maður fær?
Hvað sem efasemdum um það viðkemur þá fæ ég samt taugaáfall yfir því að aldrei muni neinn vilja mig á sama tíma og ég vill þá og þessvegna endi heimurinn á að vera stundum grár. Jesús sem ég trúi engan veginn á, en veit að akkúrat núna finnst mér rokið og leiðindin sérlega sannfærandi.
Ok rúmið er líka mjög sannfærandi.
1 Comments:
Það sem mér finnst er að hæpið er að kalla það sem veltur upp úr drukknu fólki sannleika. Sannleikskorn í besta falli því ölið á það til að ýkja allar tilfinningar og skoðanir um of.
Og grámyglan er nauðsynleg... án hennar kynnum við ekki að meta góðu stundirnar... ohhhhfokkmar hels Pollýönnu-syndrómið... er farinn út að sparka í Dale Carnegie!
Skrifa ummæli
<< Home