Jólaglaður kaktus
Jólaboðskapurinn leynist víða, dæmisagan um kaktusinn hennar mömmu er lýsandi fyrir það; Ég velti fyrir mér hvort það væri staðreynd að deyjandi kaktusar blómstruðu, mamma taldi að blómagreyið (eru kaktusar blóm eða sértegund?) þyrftu að upplifa árstíðaskipti til að breyta til, deyja eða blómstra. Til dæmis ef maður geymir blóm/kaktus í myrkri og kulda inní bílskúr til dæmis og færir það síðan út í glugga þar sem hann fær sól og hlýju þá blómstrar hann af gleði sinni að vera á lífi og hafa lifað af... Svo bætti hún við að það væri alveg eins með fólk, ef það væri aðeins í myrkri og leiðindum yrði það svo ógeðslega glatt þegar birti að það blómstraði.
Jólaboðskapur ársins, að það eru allir einhverntímann í kuldanum í geymslunni og eru á endanum settir útí glugga og fá birtuna og keppast við að blómstra. Ég er að spá í að verða glaður kaktus á næsta ári.
3 Comments:
Mússí.
mússí er sóðalegt orð á þýsku; pant vera með í allri kaktusagleðinni...
Þetta er eins og lagið: eins og jurt sem stóð í skugga en hefur aftur litið ljós....
glædelig jul min kaktus-skat
Skrifa ummæli
<< Home