Hosted by Putfile.com





jólastressgeðveikinni þröngvað uppá mann

Verslunarmiðstöðvar með kaupkvetjandi tónlist, flúorljós og mannmergð hafa undarleg áhrif. Ég tel mig vera sæmilega yfirvegaða manneskju, kíkti með Sigrúnu í smáralind í gærkvöldi milli níu og tíu rétt til að sjá hvort það væru einhver falleg föt sem vantaði heimili. Smám saman æstist kapphlaupið við tímann og allar búðirnar og ókeypta hluti, mér hitnaði í kinnunum og hreinlega svitnaði af stressi. Þegar ómaði í hátölurunum "Kæru gestir vinsamlegast athugið að nú eru fimmtán mínútur í lokun" fékk ég kaldan svita niður bakið og krampa í magann því ég væri að missa af einhverju. Hefði sennilega keypt kápuna, rándýru peysuna og margt fleira ef sigrún hefði ekki potað í mig og minnt á að ég gæti keypt í matinn í mánuð fyrir þessar upphæðir og atli minn kann henni án efa góðar þakkir því nóg hefur hann verið straujaður í mánuðinum.

Ég keypti þó eitthvað og sérlega ódýrt og í grænu þema einsog stundum áður. En ég furða mig ennþá á því hvað ég get verið áhrifagjörn og var smá stund að komast niður af adrealínrushinu. Einsog það væru himin og haf að farast ef ég færi í jólaköttinn.

Í tilefni þess vil ég minna á að hvað sem jólin eiga að þýða ætti maður að nýta þau í að njóta litlu augnablikanna og fólksins sem gerir lífið að því sem það er. Stress getur beðið janúarmánaðar.

ps. Það snjóar og snóar. Hvít jól eftir?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com