Hosted by Putfile.com





lúppur og lærdómsleysi

Þórir á stúdentakjallaranum varð ofan á fyrir föstudagskvöldið þrátt fyrir svo ólýsanlegar harðsperrur að ég bara veit ekki hvaðan allir þessir vöðvar fela sig á líkamanum sem mig gat verkjað í. Þó lét ég það ekki stöðva mig í að fara út á hælastígvélunum enda getur smartleikinn verið dýrkeyptur. Hin besta skemmtun og flótti frá því að vera lærdómspési og tek hundsið á lúppuna sem ég er búin að koma hugarfluginu í, það að auki lít ég þannig á að það sé heilög skylda námsmanna að fá sér ódýrann bjór öðru hverju.

Uppgvötaði að eitt besta þreytu og þynnkumeðal eru jólatónleikar með módettukórnum í hallgrímskirkju með saxafónleikara og ofurlitlum ellefu ára dreng sem söng einsog engill án þess að blása úr nös af stressi. Allavega ekki sjáanlega, greinilega stáltaugar þar á ferð auk hæfileika.

Fór með mömmu í jólaeinhverskonar leiðangur og við komumst að þeirri staðreynd að það er ekki hægt að versla mikið fyrir tólf á sunnudögum. En ég hafði það þó af að kaupa fleiri kerti og einhverskonar seríur. Athyglisvert í ljósi þess að einmitt það fyrsta sem ég keypti þegar ég flutti að heiman var sería...og ef ég á eitthvað þá eru það kerti í hinum ýmsu litum og lyktum en getur maður ekki alltaf ljósum á sig bætt.

Próf eru leiðinleg. Á meðan meðvitundin skipuleggur lærdómsmaraþonið er undirmeðvitundin bara að skipuleggja jóladjamm og jólahuggulegheit.

Hin stórmerkilega kona langamma mín sem á morgun verður fimm árum minna en öld að aldri, gaf mér bókastafla í morgun. Ég á stundum ekki orð yfir því hvað hún er klár, og er upp með mér að hún gefi mér þessar bækur sem eru algjörir gullmolar í hennar augum. Meðal höfunda eru tolstoj, viktor hugo, benidikt gröndal, oscar wilde og fræðibækur um íslenskar "nútíma"bókmenntir frá 1918-1948. Auk þess bók um rauða penna og sósíalistarithöfunda íslands. Ég gat ekki annað en kímt yfir einni ævisögunni en hún sagði hann merkilegan og góðan mann þótt hann hefði nú verið ansi mikill morgunblaðsmaður... öðrum orðum klár en sjálfstæðismann. Hehe hún er kostuleg.

1 Comments:

Blogger Regnhlif said...

Haha. Skemmtilega orðað hjá langömmunni

10:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com