vitleysa í kaffialsnægtum
Þar sem ég held uppá bjartsýni og tel það góðan eiginleika þá hefur "þetta reddast á endanum" hugsunin alltaf verið gild. Eitt besta dæmi um bjartsýni dagsins í dag, er fólkið á neðstu hæðinni í næstu blokk sem hengdi út heila snúru af þvotti í morgun. Dagurinn í dag var einhver sá gráasti og dimmasti ársins með grenjandi rigningu og öllu tilheyrandi. En það má vona að það stytti upp....
Þessvegna sit ég í svitabaði sökum ofkaffidrykkju með súkkulaðislef útá kinnar rétt búin að klára eina míní tíubls ritgerð og horfi á það ólýsanlega magn af ólesnum greinum og fræðum sem ég þarf að kunna skil á fyrir næsta mánudag og þykist samt fullviss um að ég hljóti að rúlla þessu upp...... og blogga í staðinn fyrir að læra.
Little pleasures. Keyrði um áðan í smá reddingum og rúðupissið kláraðist. Með drulluga vegi þá myndaðist svona himna yfir framrúðunni svo öll ljós frá bílum og ljósastaurum urðu svona teygð og toguð og mynduðu stjörnur þvílíkt fallegt. Soldið einsog þegar maður er gleraugna/linsulaus í heiminum, aumingja fólkið sem hefur aldrei upplifað það.
Með aukinni umferð var það orðið ansi óþægilegt að sjá óskýrt út en en ég elti bara næstu ljós og hugsaði með mér hversu oft maður hefur ekki keyrt í brjáluðum snjóbyl þar sem ekki sést neitt, miðað við það er nú bara smámál að keyra með drulluröndótta rúðu.
Ó mig auma. Af hverju fæ ég ekki pásu og djamm í kvöld eftir ritgerðarskilin? Af hverju þarf ég að læra stanslaust þangað til um miðjan janúar? Þó lítur allt betur út núna eftir að ég fékk sendar glósur úr öllum tímum sem ég mætti ekki í þennan vetur.... sem er slatti. Gott að eiga góða vini. Sem mæta betur en þú.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home