Hosted by Putfile.com





allt annað

Þó ég hafi oft sýnt snilli mína að hugsa um hluti í öðru samhengi einmitt þegar ég á að vera að gera eitthvað annað mikilvægt, þá er það stundum bara óhjákvæmilegt.

Fleiri en ég tala um árin virðast fjölga sér í gríð og erg okkur til mikillar undrunar og óánægju. Einsog allar mögulegu gjörðirnar renni einsog sandur milli fingrana á manni meðan maður horfði eitthvert annað. Eða einsog þegar maður borðar súpu með gafli. Sem reyndar getur virkað ef maður borðar til dæmis kjötsúpu og er svo heppin að rekast á feitan kjötbita. En þegar maður er bara með soð fyrir framan fer allt fyrir ofan garð eða neðan.

Áhyggjur af soði og sandi sem maður hefur ekki á valdi sínu er síðan undarlega lítilsvirði þegar maður situr fyrir framan veru sem er sjötíu árum eldri en þú, töffari slíkur að hún er farin að labba um og hreyfa sig fáeinum dögum eftir blóðtappa og lömun hægra megin ekki nóg með það heldur ræða málefnin, bókmenntir og ala mann upp. Þessi töffari hefur mestar áhyggjur af því að þú hvílir þig ekki nóg og eyðir tíma í að koma alltaf á spítalann þegar þú átt að vera að læra. Vill einhver segja mér hvaða máli ein ritgerð skiptir þegar kemur að því hvort fólk lifi af eða ekki.

Maður hlýtur að vera undrandi yfir þeim krafti, gáfum og umhyggju sem nítíuogfimmára vera getur haft. Og þakkað fyrir að hún sé svona sterk enn einu sinni og reynt að hugsa ekki um að allt tekur enda einhverntímann eðlinu samkvæmt.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hún langamma þín er alveg ótrúleg og maður getur ekki annað en tekið hattinn ofan fyrir slíkum töffurum.

10:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com